Pólverjarnir í Leifsstöð

Ég var svo frægur að vera meðal 300 Pólverja í Leifsstöð á föstudaginn síðasta. Áætlað flug til Lundúna var kl. 07:15 en við fórum í loftið 13 tímum síðar. Ég heyrði í fólki sem kom síðar um daginn að fréttir hefðu borist af ólátum Pólverja og drykkju. Þessar fréttir komu mér á óvart, því ekki var ég var við mikil drykkjulæti.  Pólverjarnir voru hagsýnni en ég í bjór og léttvínskaupum. þeir keyptu kippur í fríhöfninni fyrir sanngjarnt verð en máttu ekki drekka nálægt veitingaaðstöðunni. Einnig buðu flugfélögin upp á morgunverð og hádegisverð. Inni í því var lítil léttvínsflaska, hvít eða rauð.   Sjálfur settist ég í leðurstól sem ég fann og sofnaði. Það var ekkert annað að gera eftir að ég var búinn að lesa tvö tímarit,  nýjustu Útiveru og National Geography. Einnig las ég DV tvisvar.

Í 24 stundum segir "Fríhöfn lokað vegna fullra útlendinga"

Haft er eftir Borgari Jónssyni, vaktstjóra í fríhöfninni í Leifsstöð: "Það er ekkert vesen, en þeir eru búnir að drekka mikið. Þeir eru rólegir hérna frammi og einn og einn sofnaður - bara eins og við værum í útlöndum."

Það var nefnilega það. Skyldi ég hafa verið talinn vera ofurölvaður Pólverji? Engar óspektir var ég var við en hins vegar fóru Pólverjarnir frjálslega með að virða reykingarbannið í Leifsstöð. Verslunum var lokað á tímabili, ekki veit ég hvort það var út af vaktaskiptum eða hræðslu við óeðlilega vörurýrnum.

Þessi frétt um lokun á áfengissölu í Leifsstöð í 24 Stundum er oflituð af útlendingafordómum. Svona er vanþakklæti heimsins. Pólverjar komnir til að vinna fyrir laun sem ekki eru mönnum sæmandi og fá svona frétt að launum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar þakkir fyrir þennan pistil.  Allt of sjaldan sem við fáum réttar upplýsingar um vinnuaflið sem við flytjum inn sem reynist svo vera fólk.

Bergþóra (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband