Minni eyðsla, minni mengun og betri aksturseiginleikar!

Í dag var fallegt veður, kalt og stillt. Í fréttum um hádegisbil kom fram að fólk með öndunarerfiðleika ætti að halda sig frá helztu umferðaæðum vegna svifryksmengunar.

Ég keypti í haust hjá Betra grip ný dekk undir Ravinn minn. Þeir hafa umboð fyrir hin góðu BLIZAKK Bridgestone loftbóludekk sem standa sig feikivel í vetrarfræðinni.

Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík segir í ljóðinu. Síðustu ár hefur svifryk frá götunum skemmt vorkvöldin í Reykjavík. Ég ákvað því í haust að gera mitt til að endurvekja vorkvöldin. Svarið var Bridgestone loftbóludekk frá  Betra grip. Þegar ég ók frá dekkjaverkstæðinu með góðu og persónulegu þjónustuna fann ég strax mun á betri askturshæfni RAV4 bílsins. En loftbóludekk eru mikið skorin, mjúk og hafa stóran snertiflöt. Fyrir vikið hafa þau meira veggrip. Nokkrum dögum síðar fór ég í langferð og mældi bensíneyðsluna. Það kom mér þægilega á óvart að hún minnkaði um 10% með nýju dekkjunum. Því mæli ég hiklaust með Bridgestone-loftbóludekkjunum við vini mína. Minni eyðsla, minni mengun og betri aksturseiginleikar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 234902

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband