Flottir suðrænir hausttónleikar hjá Skólahljómsveit Kópavogs

AltósaxófónnVið Særún vorum að koma af mjög vel heppnuðum suðrænum hausttónleikum hjá Skólahljómsveit Kópavogs.

Tónleikarnir voru haldnir í Fjölbrautarskólanum Flensborg í Hafnarfirði. Eftir smá leit í Firðinum fannst samkomustaðinn og var vel mætt í hátíðarsalinn. Flutt var skemmtilega tónlist af ýmsum toga, latin-dansar frá Suður-Ameríku, nautabanatónlist frá Spáni, hátíðarlög frá Afríku og einnig íslenska tónlist í tangóbúningi.

Fyrst steig A-sveitin á stokk og flutti fjögur lög og eftir verðskuldað uppklapp fluttu þau La bamba fyrir okkur. Særún stefnir að því að komast í A-sveitina í haust en hún spilar á altósaxófón.

B-sveitin lék einnig fjögur fjörug lög í grænu búningunum sínum og kom lagið Brazil feikna vel út hjá þeim. Nýr stjórnandi sveitarinnar er Helga Björg Arnardóttir. Eftir tvö ár í A-sveit komast nemendur í B-sveit. Síðan liggu leiðin í C-sveit.

C-sveitin var þétt og flutti sjö flott lög. Tekin voru sóló og trommur komu meira inn í lögin. Það var mikil spilagleði hjá krökkunum. Sveitin var vel klædd, í svörtum fötum með rauð bindi eða rós. Þetta var flott kvöldstund. Össur Geirsson og kennarar eru að gera góða hluti í Kópavogi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 233609

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband