15.10.2007 | 18:44
Arsenalklúbburinn 25 ára
Fyrir sléttum 25 árum var Arsenalklúbburinn á Íslandi stofnaður á Selfossi. Stofnendur voru Selfyssingarnir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson. Kjartan var formaður klúbbsins næstu 20 árin. Breiðhyltingurinn Jón Víkingur Hálfdánarson tók við stjórnartaumum árið 2002 og núverandi formaður, Grindvíkingurinn Sigurður Enoksson er búinn að stjórna félagsskapnum síðan í vor.
Fæðingin
15. október 1982 var föstudagur og framundan var leikur við WBA en gengi Arsenal í deildinni hafði verið slakt, eitt stig úr fyrstu fjórum leikjunum. Liðið var nýlega dottið út úr Evrópukeppi eftir að hafa tapað fyrir Spartak Moscow. Liverpool-vélin malaði vel á þessum árum og þannig má segja að ekki hafi verið kjöraðstæður til að stofna stuðningsmannaklúbb fyrir Arsenal á Íslandi.
"Það var ákveðið með stuttum fyrirvara að hittast heima hjá Kjartani. Hann bjó í forstofuherbergi á Grashaga 17 sem var vel skreytt með Vals- og Arsenalplakötum og myndum af hljómsveitum, aðallega unglingahljómsveitum. Við sátum þarna og lögðum drög að starfsemi klúbbsins og skilgreindum markmið: Stuðla að ferðalögum á Highbury, selja Arsenalvarning og gefa út blað. Klúbburinn var því stofnaður í herberginu hjá Kjartani á 70 cm beddanum."
Svo mælti Hilmar Hólmgeirsson stofnfélagi.
Í dag eru um 1.500 virkir stuðningsmenn í Arsenalklúbbnum á Íslandi.
Til hamingju með daginn Arsenalmenn á Íslandi!
Heimild:
Arsenal - 20 ára - Bókin um okkur stuðningsmenn Arsenal
Flokkur: Enski boltinn | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn Arsenal menn. Ég er reyndar ekki Arsenal maður, en er samt á leiðinni á Emirates að sjá þá.
Mummi Guð, 15.10.2007 kl. 21:18
Takk Mummi!
Þú endar sem Arsenal maður eftir ferðina á Emirates. Meistaralega hannað mannvirki og svo er spilaður skemmtilegur bolti á grasinu.
Sigurpáll Ingibergsson, 15.10.2007 kl. 21:29
Nei, ég held ekki. Ég hef haldið með Crystal Palace í 20 ár og ég held að ég muni ekki hætta því, jafnvel þó Neil Warnock sé orðinn stjóri.
En ég hlakka mikið til, enda ekki slakur leikur sem ég er að fara á Arsenal - Manchester United.
Mummi Guð, 15.10.2007 kl. 21:48
Crystal Palace, The Eagles - Það er flott nafn.
Ian Wright, Kenny Samson og Eddie McGoldrick, leikmenn sem við Arsenalmenn keyptum frá Palace.
Mér finnst gaman að köppum sem fylgjast með "litlu" liðunum á Englandi. Voru þið ekki með samtök hér á landi?
Þú hittir aldeilis á stórleik á Emirates, ég dauðöfunda þig.
Sigurpáll Ingibergsson, 15.10.2007 kl. 22:11
Sælir kæru samherjar
Verð í London helgina 9-11 nóv. nk.
Hvar get ég séð hvort Arsenal er að spila á Emirates ?
Hörður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:28
Til hamingju Arsenalmenn!! bjart tímabil hafið og held ég að strákarnir okkar eigi eftir að taka þetta með trompi!!!!! LIFI!!! ARSENAL!!!
Litli arsenal maðurinn (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 15:17
Sæll Hörður!
Á frábærum vef, arsenal.com er listi yfir leik Arsenal á tímabilinu.
Mér sýnist þú óheppinn. Arsenal á útileik við Íslendingaliðið Reading á mánudaginn 12. nóvember.
Hið ósigrandi kvennalið Arsenal á leik við Cardiff City Ladies á Underhill á sunnudeginum 11.
Sigurpáll Ingibergsson, 16.10.2007 kl. 18:33
Til hamingu stuðningsfólk Arsenal á Íslandi, í gær.
Hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri á Ölver á sunnudaginn, enda ekki á hverjum degi sem við fáum gest frá Arsenal F.C. hingað til landsins.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 19:29
Það er góður hópur manna sem hittast reglulega og styðja Crystal Palace. Við höldum út okkar bloggsíðu og skiptumst á skoðunum.
Það má síðan ekki gleyma að Ashley Cole steig sín fyrstu spor sem lánsmaður hjá Palace.
Mummi Guð, 16.10.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.