Jökulsvelgjaserían

Mikið var ég hissa en ánægður þegar ég opnaði Lesbók Moggans í morgun. Mér svelgdist eiginlega á kaffinu. Þar var heimsfrumsýning á verki myndlistarmannsins Ólafs Elíassonar - Jökulsvelgjaserían, niður árþúsundanna. Ég var einmitt í gærkveldi að grúska í svelgjum og bloggaði lítillega um svelgi fyrir háttinn. Hef haft mikinn áhuga á jöklum, sérstaklega Vatnajökli og náttúrufyrirbrigðum hans. Því  var magnað að sjá sýn listamanns í kjölfarið.

Í Jökulsvelgjaseríunni eru um fimmtíu jökulsvegir á Vatnajökli sem myndaðir voru í síðasta mánuði. Í Lesbókinni í dag eru 36 myndir. Alveg stórmagnað.

Ólafur segir: "en verkið vinnst auðvitað með mismunandi hætti eftir því hvar það er sýnt. Það sem vekur mann fyrst til umhugsunar er þó sjónarhornið. Þetta er sjónarhorn sem maður sér aldrei - það kíkir enginn niður í slíka svelgi. Þarna er því verið að sýna óaðgengilegt sjónarhorn sem eins konar geómetrískt mynstur sem myndast fyrir tilstilli þyngdarlögmálsins."

Stórmagnað sjónarhorn hjá Ólafi.

Ólafur ferðaðist á öflugum jeppa ásamt jöklaleiðsögumönnum frá Hornafirði. Til að komast yfir þetta óaðgengilega sjónarhorn útbjuggu Ólafur og samferðamenn hans eins konar krana úr stigum sem festir voru á þak jeppa. Ólafur fikraði sig síðan út eftir stiganum með öryggislínu sér til halds og trausts.  Áhrifarík mynd fylgir með greininni. 

Ólafur hugsar djúpt. Þetta er mjög áhrifamikil og djúp pæling hjá honum, rétt eins og djúpu svelgirnir.

Verkin verða sýnd í SFMOMA ásamt frostnum BMW-bíl sem hann hefur hannað. Þessi tvö verk verða sýnd í samhengi við hvort annað, bíllinn í sérstöku herbergi þar sem verður 10 stiga frost, og Jökulsvelgjaserían í öðru herbergi.  Svona eiga listamenn að vera!

Ég ætla að fara á þessa sýningu Ólafs. 

En fyrir þá sem ekki komast á sýningu Ólafs, þá eru hér myndir úr Svelgjaseríu Palla. Gjörið svo vel.

Svelgur-2

 

Svelgur3

 

Svelgur-4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband