Gullvottun Microsoft

 

Síðustu mánuði höfum við hjá Stika stefnt á að ná í Gullvottun Microsoft - Microsoft Gold Certified Partner -  Í vikunni kom staðfesting frá Microsoft um að Stiki hefði náð markmiði sínu, við erum velkomin í Gullklúbb Microsoft.

Vottunin þýðir að starfsmenn Stika uppfylla ítrustu kröfur um þekkingu og þjónustu við kerfishugbúnað og lausnir frá risanum Microsoft. Stiki er áttunda fyrirtækið á Íslandi til að ná þessum áfanga.   Hin eru TM Software, EJS, Opin kerfi, AcoTæknival, Nýherji, Maritech og Annata.

Gullvottun Microsoft staðfestir að Stiki er í fremstu röð við að taka upp nýjungar frá Microsoft. Stiki fær aðgang að þjónustuborði Microsoft og greiðari aðgang að menntun og þjálfun en Microsoft leggur árherslu á virkt samstarf við gullvottuð fyrirtæki.

Það var gaman að ganga í vinnuna í morgun, gullfallegur dagur og gullklúbbur framundan!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Til hamingju með þetta "gulldrengurinn" góði. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 29.6.2007 kl. 09:20

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk fyrir gullhamrana!

Sigurpáll Ingibergsson, 29.6.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 100
  • Sl. sólarhring: 145
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 236685

Annað

  • Innlit í dag: 93
  • Innlit sl. viku: 212
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband