9.4.2025 | 18:03
Rómverjar - sjálfbærni og líffræðileg fjölbreytni
Var nýlega í Róm og varð uppnuminn af hinum fornu byggingum. Hofið Pantheon og risavaxna hringleikahúsið Colosseum eru mannvirki sem Rómverjar reistu fyrir meira en tvö þúsund árum og þau standa enn.
Í dag leka mörg ný hús á Íslandi og mygla í öðru hverju horni. Hvert fór verkvitið?
Þessi andstæða leiddi hugann að sjálfbærni Rómverja. Þarna var hugsað til langs tíma byggingar reistar til að endast og ekki verið að sóa verðmætum.
En hvað með líffræðilega fjölbreytni og virðingu fyrir lífinu hvernig stóðu grimmir Rómverjar sig þar, til dæmis í Colosseum?
Tilgangurinn með Colosseum var að skemmta almenningi. Þetta var risaleikvangur sem tók um 50.000 áhorfendur og þar fóru fram skylmingabardagar, aftökur, dýrasýningar og jafnvel sjóbardagar þegar völlurinn var fylltur af vatni.
Það er engin nákvæm tala til um hversu margir létust í Colosseum, en sagnir og rannsóknir benda til að allt að 500.000 manns hafi dáið þar á þeim tæpu 400 árum sem leikvangurinn var í notkun. Þar á meðal voru margir skylmingaþrælar, fangar og jafnvel saklausir borgarar sem voru látnir berjast til dauða.
En fjöldi dýra sem fórst er enn átakanlegri. Talið er að yfir ein milljón villtra dýra ljón, fílar, hlébarðar, nashyrningar og krókódílar hafi verið drepin í Colosseum og sambærilegum leikvöngum um Rómaveldi.
Líffræðileg fjölbreytni og sjálfbærni voru ekki hugtök sem Rómverjar höfðu í huga a.m.k. ekki á þann hátt sem við skiljum þau í dag. Náttúran var eitthvað til að nýta og sýna yfirráð yfir, ekki eitthvað til að vernda eða lifa í sátt við.
Dýrin voru flutt inn frá Afríku, Miðausturlöndum og öðrum löndum ekki sem hluti af vistkerfi, heldur sem tákn um mátt Rómar. Ljón og fílar voru settir í sviðsljósið sem merki um vald, ekki til að vekja aðdáun á fjölbreytileika lífríkisins.
Að drepa dýr í þúsundatali var ekki talið siðferðislegt vandamál. Þvert á móti það var merki um ríkidæmi og yfirburði. Hugmyndin um að náttúran hafi innbyggð gildi eða að vistkerfi geti hrunið vegna mannlegra áhrifa var ekki komin fram ekki fyrr en mörgum öldum síðar.
Rómverjar gerðu lítið úr vistkerfum og sköpuðu í sumum tilvikum staðbundin útdauða, sem átti síðan eftir að hafa áhrif langt fram eftir öldum. Það er eiginlega fornt dæmi um hvernig stórveldi getur sett álag á líffræðilega fjölbreytni án þess að átta sig á afleiðingunum.
Þannig að já Colosseum var stórbrotið tákn um veldi. En varla virðingu fyrir lífinu hvorki mannlegu né dýrslegu.
Meginflokkur: Umhverfismál | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 268
- Frá upphafi: 234845
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 230
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir fræðandi pistil. Rómverjar litu einnig á útlendinga sem réttdræpa, eins og þeir komu fram við Gaulverja, nágranna sína. Júlíus Sesar montaði sig af því í Gallastríðsbókunum sínum að hann hafi verið MILLJÓN Gaulverja (Kelta). Sagnfræðingar hafa mikið deilt um þá tölu. Ég held að lengi vel hafi þetta verið taldar ýkjur, þó hef ég lesið að sumir sagnfræðingar telja að þetta geti verið rétt, og að Rómverjar hafi kannski drepið enn fleiri.
Til eru lýsingar í rómverskum ritum þar sem sumir ættbálkar Kelta börðust naktir og varla með nein vopn, og þá vegna einhverra furðulegra menningaráhrifa og trúaráhrifa kannski um að þeir væru ósigrandi. Júlíus Sesar einn þurrkaði út ættbálka í heilu lagi og þjóðabrot, braut undir sig nágrannaríkin með engu nema ofbeldi og skipulagi.
Hann er talinn einn af mikilmennum sögunnar, en í raun var hann á pari við Stalín og Hitler, eða Napóleon.
Málmsmíði var iðngrein innan Rómarveldis. Hernaður stundaður skipulagt. Ekki var skortur á hermönnum, herleiddir voru þrælkaðir í rómverska herinn eða ginntir með launum og góðri stöðu.
Eitt það versta sem Rómverjar skildu eftir sig var að brenna heiðin rit. Kirkjan gerði það sama. Hægt er að tala um glæpi gegn mannkyninu í löngum röðum þegar svona fornir böðlar eru til umræðu.
Í nútímanum er þetta nokkur ljósár frá því að vera boðlegt, en svona breytist menningin.
Já, svona pistlar eru fræðandi og tækifæri til að breyta afstöðu til sögunnar.
Ingólfur Sigurðsson, 10.4.2025 kl. 01:36
... Í línu tvö átti að standa að hann hafi VEGIÐ (DREPIÐ)... osfv
innsláttarvilla...
Ingólfur Sigurðsson, 10.4.2025 kl. 01:38
Takk Ingólfur!
Þrakverjar (e. Thrace) voru þjóðarbrot sem hurfu með tímanum, að hluta til vegna útþenslu Rómverja. Þeir byggðu meðal annars á svæðum sem nú tilheyra Rúmeníu og nágrannalöndum. Með innlimun í Rómaveldi og blöndun við aðrar þjóðir varð til ný þjóð – Rúmenía (Romanus), land hinna rómversku.
Saga fornaldar varpar oft ljósi á samtímann. Hegðun leiðtoga á borð við Trump og Netanyahu í tengslum við Gaza rifjar upp valdbeitingu og heimsvaldastefnu Rómarveldis.
Colosseum í Róm var reist með vinnu þræla undir stjórn Flavíönsku keisaranna, aðallega gyðinga frá Júdeu, teknir til fanga eftir uppreisn gyðinga gegn Róm árið 70 e.Kr.
Sigurpáll Ingibergsson, 10.4.2025 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning