Hringun 35 stærstu vatna höfuðborgarsvæðisins í heimsfaraldri

“In the midst of every crisis, lies great opportunity.” - Albert Einstein
 
Þegar heimsfaraldur hófst þá hægði á öllu en fólk þurfti að hreyfa sig. Takast á við nýjar áskoranir. Fyrir vikið voru fjöll og fell í nágrenni höfuðborgarinnar vinsæl til uppgöngu. Það var oft fjölmennt á fallegum dögum og stundum erfitt að finna bílastæði við fellsrætur. Fljótlega kláraðist fjallgöngulistinn. En maður varð að halda áfram með hreyfingarmarkmiðin.
 
Þá greip maður tækifærið. Prófað var að ganga í kringum vötn og tjarnir á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var Vífilsstaðavatn hringað og þegar tíu vinsælustu vötnin höfðu verið hringuð, þá var tækifærið útvíkkað. Eftir stutta leit fannst listi yfir 35 vötn á höfuðborgarsvæðinu. Það syðsta var Brunnvatn við álverið í Straumsvík og Meðalfellsvatn í Kjós var nyrst.
 
Markmiðið var að klára listann áður en faraldurinn hætti. Þegar síðasta vatnið, númer 35 í röðinni, Meðalfellsvatn, var hringað í lok júní þá felldi Svandís heilbrigðisráðherra niður allar samkomutakmarkanir daginn eftir. Ég rétt náði markmiðinu.
Oftast var frúin með en í nokkrum hringferðum komu fleiri með og tóku þátt í ævintýrinu.
En fararaldurinn er ekki búinn en það eru fleiri vötn á höfuðborgarsvæðinu...
 
Þetta var skemmtilegt og eftirminnilegt verkefni. Alls voru kílómetrarnir kringum vötnin rúmlega 100. Hringun vatna var frá 400 metrum upp í 10, 4 km. Það var gaman að leita að vötnunum og nú þekki ég höfuðborgarsvæðið betur, sérstaklega Miðdalsheiðina en þar leynast mörg áhugaverð vötn. Mynda vatnakraga. Einnig kynntist maður Seltjarnarnesi og Álftanesi betur. Maður hefur kynnst bátamenningu við veiðivötn og sumarbústaðamenningu. En vötnin 35 eru mjög ólík og mis mikið líf í kringum þau, vistkerfin eru misjöfn.
 
Flottasta samsetningin er vatn og skógur. En vatn er forsenda lífs og maðurinn er 70% vatn og heilinn 90% vatn. Þarna er einhver harmónía í gangi. Merkilegasta vatnið er Brunntjörn við Straumsvík, einstaka á heimsvísu. En líflegasta vatnið er Meðalfellsvatn. Þar er líffræðilegur fjölbreytileiki einna mestur.
 
Margt merkilegt bar fyrir augu en toppurinn var að finna himbrima á litlum hólmi við vatnsbakka Meðalfellsvatn.
Fuglinn er á válista því stofninn hér telur færri en 1.000 fugla hér á landi. Ég vona svo sannarlega að hann hafi komið afkvæmum sínum á legg en hann hefur hættulegan lífsstíl. Himbriminn er veðurspáfugl og grimmur. Aðeins eitt par er við hvert vatn, en við stærstu vötn geta verð fleiri pör.
 
Fuglinn hefur og fagra rödd og mikla. Þegar hann gólar á vatni segja menn, að hann „taki í löppina“, og þyki það vita á vætu. En fljúgi hann um loftið með miklum gólum, veit hann veður og vind í stél sér. “ - Íslenskar þjóðsögur og –sagnir. Sigfús Sigfússon.
 
Himbriminn liggur fastur á sínu og er því berskjaldaður. Mögnuð sjón, tignarlegur fugl í fallegu umhverfi.
 
Þetta var óvænt vatnatækifæri á skrítnum tímum.
 
Himbrimi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband