Ásfjall (127 m) í Hafnarfirði

Sumir kalla Ásfjall lægsta fjall landsins en útsýnið leynir á sér. Ásfjall fyrir ofan Hafnarfjörð og er í raun vel gróin grágrýtishæð. Ástjörn er fyrir neðan og kemur nafnið af bænum Ási sem stóð undir fjallinu. Efst á fjallinu er vel hlaðin varða, Dagmálavarðan og var leiðarmerki á fiskimið. Útsýnisskífa er stutt frá vörðunni. Menjar eftir hersetu eru einnig á fjallinu.

Gangan hófst hjá Íþróttamiðstöð Hauka eftir göngustíg í kringum Ástjörn. Gengið var í norður. Síðan var stefnan tekin á mitt fjallið, varðan og hringsjáin heimsótt og stefnt  suður Ásfjallsöxlina í Hádegisskarð og niður að Ástjörn. Léttari ganga er að stefna á norðuröxlina og ganga yfir fjallið lágvaxna. Nýtt hverfi er að rísa sunnan við fjallið og eina sem vantar er trjágróður.

Útsýni er gott yfir höfuðborgarsvæðið og ný hverfi sem eru að byggjast upp við fjallsræturnar, Skarðshlíð kallast það og dregur eflaust nafn af Hádegisskaði.  Helgafell er áberandi í suðri sem og Húsfell. Einnig Bláfjöll. Fjöllin á Reykjanesi sjást og Keilir tignarlegur. Akrafjall og Esjan í norðri.   Á góðum degi sést Snæfellsjökull.

Einföld og góð ganga sem býður upp á skemmtileg sjónarhorn yfir höfuðborgina.

Ásfjall

Grágrýtishæðin Ásfjall í Hafnarfirði og ósar Ástjarnar við Íþróttamiðstöðvar Hauka.

Dagsetning: 28. nóvember 2020
Göngubyrjun: Íþróttamiðstöð Hauka
Ásfjall – Hringskífa: 127 metrar (N: 64.03,1 – V: 21.56,5)
Hækkun göngumanns: 120 metrar
Heildargöngutími: 60 mínútur (13:40 – 14:40)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd: 3,8 km
Þátttakendur: Undirritaður
GSM samband: Já, 4G
Gestabók: Nei
Gönguleiðalýsing: Gengið eftir malbikuðum göngustíg kringum Ástjörn og farið af honum og stefnt á mitt fjallið og gengi í lyngi og  mosa. Komið niður á göngustíginn á bakaleið.

 

Gönguslóðin

Gönguslóð

Gönguslóðin á Ásfjall. Dagmálavaraðan til norðurs og hverfið Skarðshlíð neðst á myndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 233594

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband