Sjanghæjað til sjós

Heimildarmyndin Sjanghæjað til sjós er ein af myndunum á heimilda- og stuttmyndahátíð í Reykjavík sem stendur yfir Hvítasunnuna. Höfundar eru Margrét Jónasdóttir og Magnús Viðar Sigurðsson.

Ég, gamli togarasjómaðurinn mætti í Tjarnarbíó í dag  til að rifja upp gamla tíma en ég hafði heyrt margar góðar sögur af þessu skrautlega tímabili á Þórhalli  Daníelssyni og kynnst nokkrum persónum sem lifðu þetta tímabil.

Áhorfendahópurinn í Tjarnarbíó voru nokkuð öðruvísi en á almennum kvikmyndasýningum. Nokkrir togarajaxlar og útgerðarmenn voru mættir auk þess kenndi ég nokkur andlit heimildarmanna. Þetta gerði myndina dýpri og eftirminnilegri. Eflaust verður myndin sýnd í sjónvarpi á næstunni en  umgjörðin í Tjarnarbíó hæfði efninu vel.

Sögusviðið er eitt mesta niðurlægingatímabil sjómannastéttarinar hér á landi. Nýsköpunartogararnir sem keyptir voru fyrir stríðsgróðann áttu í mikilli samkeppni á árunum 1947 til 1970 við síldarbáta um  mannauð. Togararnir áttu erfitt uppdráttar, lág laun, lélegur aðbúnaður og erfið vinna var ekki til að trekkja að. Myndin staðfestir þrálatar sögusagnir um manneklu og vandræði skipstjóra við að manna togarna. Til að halda togaraflotanum gangandi, gripu þeir til hins aldargamla ráðs að sjanghæja mönnum um borð, og þræða bæinn í þeirri von að ná einhverjum til skips.

Einn skipsfélagi minn sagði mér sögu sem gerðist í lok sjöunda áratugarins en hann bjó þá á Akureyri. Hann skrapp í bæinn til að horfa á landsleik Íslands og Danmerkur. Eftir leikinn var kíkt á lífið í bænum og þegar hann vaknaði var hann að renna út úr Faxaflóanum á blankskónum. Hann spurði hvort nokkuð væri farið í salt og fékk neitandi svar. Honum létti annars hefði þetta orðið þriggja mánaða túr!

Í aldaraðir hafði þessi aðferð tíðkast í erlendum höfnum, en það er sjaldgæft að finna sögusagnir um mannrán í nútímasamfélagi, þar sem meir að segja lögreglan er aðili að málinu. 

Ég hafði gaman að myndinni. Nokkrir skemmtilegir karakterar sem sögðu góðar sögur af sér og félögum sínum. Góðar klippingar sem leiddu söguna áfram. Einn sögumaður endaði á atviki og næsti hélt áfram og sagði sitt sjónarhorn. Ágæt gítartónlist en ekki voru spiluð rómantísk óskalög sjómanna. Sumt myndefnið af gömlu ræmunum var illa farið en heimildargildið bætti það upp.

Uppúr 1970 hófst skuttogaraöldin og þá hófst nýtt tímabil.

Það sem vakti mig til umhugsunar var að ekki skyldi neinn leita réttar síns á þessum árum. Um aldarmótin 1900 voru lög sem bönnuðu svona mannrán í erlendum ríkjum en  það hefur verið horft fram hjá því hér á landi. Efnahagsins vegna. Sumir týndu lífum sínum þegar þeir vöknuðu um borð og stukku í sjóinn. Skyldu fjölskyldurnar heima hafa fengið einhverjar bætur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hlakka til að sjá þessa mynd. Samt þelkkti ég engan sem var rænt svona, enda bara sveitabarn á þeim tíma.kv.

Helga R. Einarsdóttir, 28.5.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæl Helga!

Gaman að heyra frá þér. Mæli með heimildarmyndinni Sjanghæjað til sjós. Hún veður eflaust sýnd um einhverja stórhátíðina á næstunni. Ég áttaði mig ekki á alvarleika efnisins fyrr en eftir myndina. Það hvíldi svo mikil stemming í sögunum sem maður heyrði. Manni datt ekki í hug mannréttindabrot enda höfðu sögumenn sem lent höfðu í sjanghæinu gaman af  svona eftirá.

Sigurpáll Ingibergsson, 28.5.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233601

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband