28.8.2016 | 11:03
Húsavík eystra
Þær eru í það minnsta þrjár Húsavíkurnar á Íslandi. Eitt stórt þorp sem er höfuðborg hvalaskoðunar og hýsir einnig kísilmálmverksmiðju á Bakka. Önnur í Strandasýslu og sú þriðja á Víknaslóðum.
Húsavík eystra er stærst víkna milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar. Landnáma segir að Þorsteinn kleggi hafi numið land og út af honum séu Húsvíkingar komnir. Inn af víkinni gengur grösugur dalur sem skiptist síðan í þrjá minni dali.
Húsavík fór í eyði 1974. Eyðibyggðir búa yfir sérstakri og átakanlegri sögu. Íbúar Húsavíkur urðu flestir 65 undir lok 19. aldar en fækkað mikið eftir aldamótin 1900.
Ekki fundust baggalútar né mannabein úr kirkjugarðinum. En mögulegt er að finna baggalúta eða hreðjasteina í Álftavíkurtindi og Húsavíkurmegin í Suðurfjalli. Atlantshafið nagar í landið. Bakkarnir eru háir og eyðast stöðugt. Í byrjun 20. aldar hafði um fjórðipartur af Gamla kirkjugarði hrunið niður fyrir og var þá nýr garður vígður neðst í túni.
Jeppaslóði var ruddur 1958 frá Borgarfiðri um Húsavíkurheiði sem liggur um Vetrarbrekkur sunnan undir Hvítserk (771 m), niður eftir Gunnhildardal. Bar Hvítserkur (771 m) af og litirnir komu margbreytilegir fram eftir úrkomu dagsins. Líparítfjöllin eru hvergi litríkari og fjölbreyttari en á þessu svæði. Vegurinn versnaði eftir því sem sunnar dró en jepplingur komst án vandræða til Húsavíkur eystra. Þó þurfti hann að glíma við eina áskorun og stóðst RAV4 hana. Framhald af jeppaslóðanum liggur um Nesháls til Loðmundarfjarðar. Myndalegur skáli Ferðafélags Fljótsdalshéraðs stendur þar við veginn. Hinn formfagri Skælingur, kínverska musterið, sást ekki nógu vel í þokunni.
Það var gaman að ferðast til Húsavíkur eystra, keyra rúmlega 20 km jeppaslóða og reyna að skilja landið sitt.
Áhugavert aðgengi að Húsavíkurkirkju sem er bændakirkja sem byggð var 1937 og höfuðbólið Húsavík handan. Öllu vel viðhaldið.
Heimildir
Ferðafélag Íslands árbók 2008, Úthérað eftir Hjörleif Guttormsson
Borgarfjöður eystri borgarfjordureystri.is
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Umhverfismál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er áhugaverð grein eftir Ásgeir Heiðar Ásgeirsson, landfræðing um byggina á Víkum og Borgarfirði eystri.
http://www.borgarfjordureystri.is/static/files/greinar_ur_glettingi/heidar.pdf
Sigurpáll Ingibergsson, 28.8.2016 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.