Rafbílavæðing Íslands

Eftir góða niðurstöðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þá er tími jarðefnaeldsneytis og kola liðinn. 

Nú er stórt tækifæri fyrir nýsköpun í samgöngum. Á SolutionsCOP21 sýningunni í Grande Palace glerhöllinni voru margar lausnir í boði. Rafmagn, vetni, metan og lífrænt gas. 

Maður gekk út bjartsýnni á framtíðina eftir að hafa hitt fólkið sem var fullt af eldmóð að kynna frantíðarlausnir. Vonandi upphaf að nýrri franskri byltingu.

Einfaldast er að innleiða rafmagn hér á landi og hlutfallseg sala rafbíla næst mest í heiminum. Uppbygging hraðhleðslustöðva er þegar hafin hjá ON. Innan skamms verða 13 hleðslustöðvar tilbúnar. Því miður hefur bílaframleiðendum ekki tekist að hafa sömu hraðhleðslutengi á bílum sínum. Japanir nota svokallaðan CHAdeMO-staðal á meðan flestir evrópsku bílaframleiðendurnir nota Combo. Enn eitt tengið er svo AC43 sem Renault Zoe notar og Tesla sem var mjög vinsælt á sýningunni er með enn aðra gerð tengja. ON var með Chademo-staðalinn en verið að útvíkka fyrir önnur tengi. 

Þetta er því mikil kjarabót fyrir fjölskyldur. Meðan dagurinn af jarðefnaeldsneyti er á þúsund krónur, þá er dagurinn með raforku á hundrað kall. Stórkostleg kjarabót og sparar gjaldeyri og minnkar útblástur.

 

Hleðslustöð Renault Zoe

Hér eru hleðslulausnir hjá Renault Zoe, AC43. Þrjár mismunandi hleðslueiningar og hægt að sjá hleðslutíma á myndinni.

Annars var hönnun á rafbílum mjög listræn.

Toyota með frúar eða herrabíl á þrem hjólum

Toyota með frúar eða herrabíl á þrem hjólum

Rafskutla

Rafskutla notuð í Strasbourg

Heimild:

700 rafbílar á Íslandi, eftir Jón Björn Skúlason og Sigurð Inga Friðleifsson. Morgunblaðið, desember 2015.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá eru sparnaðartölur þínar rangar. Verðið á rafbíl er enn það mikið hærra en fyrir sambærilegan bensínbíl að sparnaðurinn er enginn. Þú værir til dæmis ekki að spara neitt ef þú kaupir bensínbíl og innifalið í verðinu væri bensín til 20 ára. Þú værir ekki að aka frítt þessi 20 ár. Það er engin kjarabót að þurfa í upphafi að borga aukalega milljón eða tvær til að lækka dagleg útgjöld um einhverja hundraðkalla.

Eini ávinningurinn af rafmagnsbílum er enginn útblástur. Þeir kosta í gjaldeyri meira en bensínbíllinn og bensínið á hann. Þjóðfélagið fær engar tekjur af þeim vegna niðurfellinga gjalda og ekkert borga þeir í viðhaldi vega. Og fjölskyldurnar greiða í upphafi hærra verð og eru því ekki að spara neitt.

Einfaldast er að innleiða rafmagn hér á land, sem er stór galli. Við erum lítill markaður og fyrir flesta aðra er rafmagnsbíll ekki vænlegur kostur vegna þess að rafmagnið er framleitt með mengandi aðferðum. Ríkisstyrkir og niðurgreiðslur halda lífi í rafbílnum. En það sem flestum hentar illa en okkur vel er ekki vænlegt til vinsælda. Þarfir fjöldans munu ráða en ekki sérstaða okkar.

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.12.2015 kl. 21:45

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Hábeinn, þú hlýtur að vera hluthafi í olíuverzlun hér á landi.  Það er rétt hjá þér, vegagjöldin sem eru inn í bensínverði þau munu ekki koma inn í ríkisjóð en það má bæta það upp með því að leigja kvótann á réttu verði.

En fyrirtækið sem framleiðir skutlur í Strasbourgh heitir Lohr. Hér eru upplýsingar:

http://www.sustainable-mobility.org/getting-around-today/electric-and-hybrid-cars/the-cristal-a-shuttle-worth-its-weight-in-gold.html

Sigurpáll Ingibergsson, 21.12.2015 kl. 13:23

3 identicon

Ekki hluthafi, starfsmaður eða á nokkurn hátt tengdur olíuverslun. Bara með augun opin og gleypi ekki hvaða vitleysu sem er hráa.

Það er vissulega vinsæl lausn að láta einhverja aðra en þá sem nota borga. Best væri samt að bílarnir borguðu vegagjöldin og þann kostnað sem þeim fylgir og innkoman af kvótanum, tekjuskattar, virðisaukaskattar og arðgreiðslur ríkisfyrirtækja gæti þá farið í heilbrigðis og menntakerfið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.12.2015 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband