11.5.2007 | 21:50
Sigrar Íslandshreyfingin skoðanakannanir?
Nú er stóra spurningin hvort Íslandshreyfingin xI sigri skoðanakannanir. Í þessari könnun er hreyfingin með 1,9% en hjá Félagsvísindastofnun með 3,2%. Það hefur gengið illa að mæla nýja flokka og þeir komið betur út í stóru könnuninni heldur en skoðana.
Gott dæmi eru borgarstjórnarkosningar 2002. Flestar kannanir sýndu xF með Ólaf Magnússon í kringum 3% en kjósendur sögðu 6,1%. Það hafði meira að segja áhrif á kjörstjórn í talningarherberginu. Þegar fyrstu tölur voru birtar var atkvæðum xF haldið "leyndum" en þegar kjörseðlar voru kláraðir var ekki hægt að fela meira og kom í ljós að Ólafur var kominn í
borgarstjórn og því þurfti að vekja doktorinn!
Ég vona að xÍ fái 5,1% atkvæða, það væri gargandi snilld.
Fylgi Framsóknarflokks dalar á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 233595
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdu því gamli minn. Til þess þarf að skora að meðaltali yfir 5% úr kosningum í heilum sex kjördæmum. Þetta er engan veginn sambærilegt við það sem þú bendir á í borginni forðum. Það var bara ein kosning í einni borg. Þú ert klárari í þessum kannanapælingum en svo að þú látir þig dreyma svona drauma í alvöru og trúir þeim sjálfur, þó Ómar reyni að bulla með þetta. Kíktu svo á gamlar slóðir. X F hefur aldrei verið öflugri en nú.
Magnús Þór Hafsteinsson, 11.5.2007 kl. 21:57
Ég vona það líka :)
lom (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 22:13
Sæll félagi Magnús!
Þetta er möguleiki. Reykjavík er 1/3 kjördæmana og með góðum árangri í SV og halda sjó á landsbyggðinni getur xÍ náð markinu. Vikmörkin eru há, um 1,5%.
Sama gildir um xF, það má smyrja ofan á 6%
Ég er ánægður með miklar framfarir hjá xF í kosningabaráttunni. Eina sem ég saknaði var að fá ekki fría sýningu á kvikmyndina Hafið. Það hefði verið fínt að rifja þá hluti upp eftir Kompás þáttinn.
Sigurpáll Ingibergsson, 11.5.2007 kl. 22:28
Íslandshreyfing Ómars dó
orðin mögur lítið hró
Eins og lóan suður um sjó
sveif hún burt í nýjan mó
Ásgeir Rúnar Helgason, 11.5.2007 kl. 23:46
Gleymdi að segja að vísan er eftir Vilhelmínu blogg-vinkonu mína sem er mikill aðdáandi Ómars og Íslandshreyfingarinnar.
Ásgeir Rúnar Helgason, 11.5.2007 kl. 23:48
Er ekki uppstigningardagur framundan?
En vísan er skondin.
Sigurpáll Ingibergsson, 12.5.2007 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.