Fossaganga í Skjálfandafljóti

Skjálfandafljót er fjórða lengsta á landsins, lengd fljótsins er 178 km. Það var því ákveðið að ganga rúma 20 km með eystri bakka Skjálfandafljóts. Gangan hófst við Réttartorfu og endaði við stuðlaðan Aldeyjarfoss.

Á leiðinni var hugsað til mögulegrar virkjunar, Hrafnabjargavirkjunar en á teikniborðinu eru þrír kostir, A, B og C. Við gengum eftir Fljótsdalnum sunnan við Hrafnabjörg og værum á kafi væri búið að virkja.

Með virkjun myndi stóru gróðursvæði á hálendinu vera sökkt með 25 km löngu miðlunarlóni og Aldeyjarfoss myndi þorna upp.

Í Skjálfandafljóti eru margir fallegir fossar með söguleg nöfn: Ullarfoss, Barnafoss, Goðafoss, Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafossar og minna þekktir eru, Geitafoss, Ingvararfossar, og syðst er Gjallandi, en þeir eru fleiri.  Við ákváðum að heimsækja Hrafnabjargafossa, Ingvararfossa og Aldeyjarfoss í ferðinni.

Ferðin gekk vel frá Réttartorfu en ein á er á leiðinni, Sandá og vorum við ferjuð yfir.

"Hljóðlítið fljótið safnar enn í sig sopum úr ótal lænum áður en það fossar tignarlegt af stöllum Hrafnabjarga og nokkru neðar fram af hamraskrúði Aldeyjarfoss." (bls. 327, Hálendið í náttúru Íslands).

Það er gaman að ganga í gamla árfarvegi Skjálfandafljóts og finna fyrir pússuðu hrauninu og virða fyrir sér skessukatlana. Leiðin eftir gamla fljótsfarveginum er vel gróin við Stórutungu og mjög falleg. 

Það má ekki hrófla við fossunum, þeir eiga aðeins eftir að skapa tekjur fyrir komandi kynslóðir. Ég rifja oft upp þegar fyrstu hvalaskoðunarferðirnar voru farnar fyrir 22 árum, þá fóru 200 manns í ferð en í dag hefur talan þúsundfaldast!

Hrafnabjargafossar

Hrafnabjargafossar, margslungnir, minna á Goðafoss og fleiri fagra fossa.

Ingvararfossar

Kraftmiklir Ingvararfossar, frumgerð að Aldeyjarfossi eða Hjálparfossi í Þjórsá.

Aldeyjarfoss

Aldeyjarfoss er myndrænn vegna samspils svarts basalts og hvíts vatns.

Dagsetning: 10. júlí 2015 
Göngutími: 330 mín (12:30 - 18:00)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd:  20 km 
Veður kl. 15 Mývatn: Alskýjað, NV 4 m/s,  7,2 °C. Raki 71%. 
Þátttakendur: Frænku-gönguhópur, 7 manns og trúss.
GSM samband:  Lélegt á köflum.

Gönguleiðalýsing: Gengið í hrauni eftir mögulegu miðlunarlóni, Fljótsdalnum og eftir vegaslóða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband