22.4.2007 | 11:25
Pabbinn og La Chamiza
Fór í leikhús á laugardagskvöld. Fórum á einleikinn Pabban eftir Bjarna Hauk Þórsson. Spaugilegt leikrit sem greinir frá breytingum í lífi fólks þegar nýr aðili kemur í sambandið. Bjarni náði salnum strax á sitt band og var uppskeran mikill hlátur. Verkið greinir frá því hvernig karlmaður upplifir pressuna frá samfélaginu á því að fjölga sér, meðgöngu konunnar, fæðinguna og fyrstu árin í uppeldinu. Félagi Guðmundur Marinó ætti að kíkja á þetta. Gaman var að því hvernig atburðum í samfélaginu er fléttað í verkið og hvernig leikhúsgestir tóku þátt í sýningunni. Mörg pör voru í salnum í yngri kantinum og nokkrar konur óléttar! Fín kvöldstund.
Áður en farið var í leikmenninguna var hlúð að matarmenningunni. Grillið nýkomið á svalirnar og fyrir valinu var einiberjakryddað lambalæri. Íslenska lambið klikkar aldrei. Með lambinu var boðið upp á argentínskt rauðvín, La Chamiza Syrah 2005. Það er feikna gott, mjúkt og eftirmynnilegt.
Steingrímur Sigurgeirsson skrifaði þetta um 2004 árganginn.
La Chamiza Syrah "Polo Professional Reserve" 2004
Yndisleg og flókin angan, brennd og krydduð, með karamellu, vanillu og kaffi í blandi við dökkan, þroskaðan berjaávöxt. Mikið en mjúkt, með löngu og þéttu bragði, sambræðingur af nýjaheims-shiraz og frönsku Syrah-Rónar-víni í stílnum. Brandarakaup á 1.190 krónur. 88/100
Fæst í Kringlunni og örfáum öðrum vínbúðum, hef ekki fundið það í Kópavogi.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.