Max Schmid - myndakvöld FÍ

Átti notalega kvöldstund á myndakvöldi Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Íslandsvinurinn Max Schmit sem búsettur er í Sviss sýndi okkur 80 glæsilegar myndir, margar þeirra komu út á síðasta ári í bókinni Íslands óbeisluð öfl.

Það gladdi Skaftfellinginn að heyra að uppáhaldssvæðið hans væri Lónsöræfi. Það væri svo mikil litadýrð þar.  En hann hefur mikla þörf fyrir að rýna í liti og form landsins. 

Max kom hingað fyrst árið 1968 og hefur komið reglulega hingað til að mynda enda Ísland hans uppáhalds land. Hann myndar mikið á nóttunni og nær sérkennilegri birtu í myndinar.

Eftirminnilegasta myndin fannst mér af Hoffelsjökli ofan af Geitafelli. Frábær birta í jöklinum sem  sem berst fyrir lífi sínu. Max sagði á kjarnyrtri íslensku að hann ætlaði að koma þarna aftur og mynda til að fá samanburð.

Ég áttaði mig á því í kvöld að hann hefur haft áhrif á nokkra íslenska ljósmyndara. Hann er hrifinn af formum og margar mjög athyglisverðar myndir teknar á hverasvæðum.

Í lokin bauð Max upp á aukaefni. Hann sýndir myndir sem hann hefur tekið víða í hinum stóra heimi. Þá áttaði ég mig á því að sumar af myndunum hefðu alveg geta verið teknar hér á landi. Það sýnir einfaldlega fjölbreytileikann sem Ísland hefur uppá að bjóða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband