19.4.2007 | 00:04
Max Schmid - myndakvöld FÍ
Átti notalega kvöldstund á myndakvöldi Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Íslandsvinurinn Max Schmit sem búsettur er í Sviss sýndi okkur 80 glæsilegar myndir, margar þeirra komu út á síðasta ári í bókinni Íslands óbeisluð öfl.
Það gladdi Skaftfellinginn að heyra að uppáhaldssvæðið hans væri Lónsöræfi. Það væri svo mikil litadýrð þar. En hann hefur mikla þörf fyrir að rýna í liti og form landsins.
Max kom hingað fyrst árið 1968 og hefur komið reglulega hingað til að mynda enda Ísland hans uppáhalds land. Hann myndar mikið á nóttunni og nær sérkennilegri birtu í myndinar.
Eftirminnilegasta myndin fannst mér af Hoffelsjökli ofan af Geitafelli. Frábær birta í jöklinum sem sem berst fyrir lífi sínu. Max sagði á kjarnyrtri íslensku að hann ætlaði að koma þarna aftur og mynda til að fá samanburð.
Ég áttaði mig á því í kvöld að hann hefur haft áhrif á nokkra íslenska ljósmyndara. Hann er hrifinn af formum og margar mjög athyglisverðar myndir teknar á hverasvæðum.
Í lokin bauð Max upp á aukaefni. Hann sýndir myndir sem hann hefur tekið víða í hinum stóra heimi. Þá áttaði ég mig á því að sumar af myndunum hefðu alveg geta verið teknar hér á landi. Það sýnir einfaldlega fjölbreytileikann sem Ísland hefur uppá að bjóða.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:06 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.