14.4.2007 | 13:02
Mr. Bean á Humarhátíð?
Rowan Atkinson í hlutverki Mr. Bean er snillingur. Ég fór með Ara litla á grín- og fjölskyldumyndina Mr. Bean's Holiday á Akureyri um páskana. Þetta er fín fjölskyldumynd, einfaldur söguþráður og mörg spaugileg atvik sem allir skilja. Mr. Bean minnir mig á Chaplin, en hann talar lítið, notar andlitið og líkamann til að tjá sig.
Einnig er myndin góð forvörn fyrir komandi sumarfrí, þana er hægt að sjá hvað þarf að varast í ókunnum löndum.
Í stuttu máli fjallar myndin um einfarann Mr. Bean. Hann vinnur ferðavinning í happdrætti til Cannes á frönsku Ríverunni. Vandamál hans er að komast þangað. Einfalt ferðalag í lest en er snúið fyrir fólk sem er með heila á stærð við hænuheila.
Eitt frábært atriði tengdi mig við Hornafjörð. En meistari Bean fer á fínan franskan veitingastað sem sérhæfir sig í sjávarréttum. Humar er þar í öndvegi, kanski upprunin úr humarhótelinu á Hornafirði. Útfærsla Bean á humaráti er stórmögnuð. Ég er að velta því fyrir mér hvort Humarhátíð um mánaðarmótin júní-júlí á Hornafirði geti ekki nýtt sér þetta í markaðsherferðinni.
Slóð á kynningu: http://www.beansholiday.com
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Runólfur!
Ég er til í að hafa samband við Mr. Bean. En efirá að hyggja, gæti það verið stórhættulegt að fá hann í ferðamannapardísina Hornafjörð. Nefnilega út af því að "Disaster has a passport"
áfram Arsenal!
Sigurpáll Ingibergsson, 14.4.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.