Maríuhöfn - Búðasandur

Þegar keyrt er inn langan Hvalfjörðinn gengur nes út í fjörðinn. Nefnist það Hálsnes í Kjósinni. Á nesinu er merkur staður Maríuhöfn á Búðasandi.  Gengin var hringur í eftir Búðasandi og fjörunni en þar eru fallegir steinar og mikið fuglalíf.

Maríuhöfn mun hafa verið mesti kaupstaður landsins á miðöldum, fram á 15. öld. Rústir staðarins eru ofan við Búðasand og er Maríuhöfn við suðausturenda sandsins. Skip sem þangað komu voru dregin inn á poll inn af sandinum. Þarna er talið að haffær skip hafi verið smíðuð á landnámsöld, enda viður tiltækur. Árið 1402 kom skip (Hvala-) Einars Herjólfssonar í Maríuhöfn og flutti með sér svartadauða.

Maríuhöfn

Staðsetning náttúrulegrar Maríuhafnar var ákjósanleg til að koma vörum beint á markað á Þingvöllum.

Við norðanverðan Búðasand sáust tóftir Hálsbúða greinilega. Þær hafa legið nokkuð þétt saman í einni samfellu. Byggður hefur verið sumarbústaður í nyrsta hluta tóftanna og trjám plantað utan og ofan í þær. Búðirnar virðast hafa verið margar, en erfitt er að greina fjölda þeirra af nákvæmni. Veggir standa víða grónir og dyr hafa gjarnan vísað að hafi. 

Hálsbúðir

Sunnarlega í röðinni hefur farið fram fornleifauppgröftur. Er hann dæmigerður fyrir slíka framkvæmd hér á landi; allt skilið eftir ófrágengið og öðrum einskis nýt. Auðvitað á ekki að leifa fornleifauppgröft nema gera ráð fyrir frágangi svæðisins að honum loknum, þ.e. með viðhlítandi minjaskiljum, merkingum og upplýsingaskiltum. Sumir segja, grafendum til vorkunnar, að uppgröfturinn hafi verið stöðvaður í miðjum klíðum af ótta við þarna kynnu að hafa verið grafin lík frá tímum svartadauða.

Stóriðjuver góndu á okkur allan tíman og það var táknrænt að sjá merki samtakanna Sólar í Hvalfirði þegar komið var upp úr fjörunni í hringferðinni.

Dagsetning: 15. apríl 2015
Hæð göngu: Lægst: 0 m, fjaran og hæst: 20 m.
GPS hnit - Google: (N:64.345221 – W:21.666158)
Heildargöngutími: 120 mínútur (18:50 - 20:50)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd: 5.5 km
Skref: 7.250
Orka: 400 kkal.
Veður kl. 20: Skýjað, 2 m/s, 6,0 °C, suð-suð-austan, raki 75%,skyggni 50 km.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 14 manns.
GSM samband:  Gott 4G samband.

Gönguleiðalýsing: Gengið frá Hálsabúðum eftir Búðasandi að Maríuhöfn og eftir léttri fjörunni framhjá Hlein og komið upp hjá Stömpum.

Heimildir
Ferlir: Maríuhöfn-Búðasandur-Steðji
Kjósin: Maríuhöfn
Wikipedia: Maríuhöfn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 233598

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband