Þórnýjartindur (648 m)

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt gamalli þjóðtrú boðar það gott sumar eftir kaldan vetur ef frýs nóttina milli veturs og sumars.

Ég trúi því. Eftir kaldan og stormasaman vetur, þá setti ég út fötu við síðasta vetrardag en ekki fraus í henni yfir nóttina. Þá var aðeins eitt ráð til að bjarga sumrinu sunnanlands, en það var að fara að ráðum húsfreyjunnar Þórnýjar frá Eilífsdal.

Ég ákvað því að bjarga sumrinu, sýna samfélagslega ábyrgð og fylgja þjóðsögunni um Þórnýju. Ganga á Þórnýjartind (648 m) í björtu en köldu veðri.

Hún hafði sett út skel með vatni að kvöldi síðasta vetrardags. Til að hjálpa forlögunum ögn gekk húsfreyjan með skelina til fjalls svo frekar frysi. En undir morgun stóð hún á Þórnýjartindi og ekki fraus enn, svo þá var ekki um margt að gera!

Fleygði Þórný sér fram af fjallinu í fullkominni örvæntingu um gott tíðarfar.

Ekki var ég eins „desperate“ og Þórný en þegar ég keyrði inn Eilífsdal sá ég að það hafði frosið þunnt skæni á polli í holóttum malarveginum.   Sumrinu var bjargað, allavega bakvið Esjuna.

Þórnýjartindur er ekki mjög árennilegur við fyrstu sýn sökum þess hve brattur hann er, en þegar á hólminn er komið er ekki allt sem sýnist og leiðin nokkuð greið þó brött sé.

Nokkur snjór var ofarlega fyrir ofan svokallaða Múlarönd og snjóalög ótrygg, því ákvað göngumaður að snúa við í tæka tíð og komast örugglega heim enda búið að vera nóg að gera hjá björgunarsveitum í vetur. Sumrinu hafði líka verið bjargað.                  

Ég tók því stefnuna inn stuttan Eilífsdal og horfði inn i eilífðina.

Gleðilegt sumar

Þórnýjartindur og skæni

Þunnt skæni á pollinum, hrikalegur, snjóþungur Þórnýjartindur handan

Dagsetning: 23. apríl 2015
GPS hnit - Google: (N:64.294086 - W:21.661850)
Veður kl.14 Reykjavík: Heiðskýrt, 4 m/s, 2,5 °C, NNV, raki 41%,skyggni >70 km

Heimildir:
Toppatrítl
Morgunblaðið
Staðsetning


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 226003

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband