Njóttu Kvöldsólar

 

Hélt upp á Pálmasunnudag með því að njóta Kvöldsólar með fjallalambi úr Bárðardal.

Kvöldsól, árgerð 2003, er merkilegt íslenskt berjavín sem framleitt er á Húsavík af ábúendum Sólbrekku. Vínið er flokkað sem ávaxtavín.

Á miða með Kvöldsólarflöskunni stendur: 

Kvöldsól er einstakt íslenskt vín sem unnið er úr ferskum afurðum hreinnar íslenskrar náttúru. Kvöldsól er kraftmikið en jafnframt mjúkt vín sem bragðast framúrskarnadi með hverskyns villibráð, ostum eða bara eitt og sér. Njóttu þess sem óspillt náttúra Íslands gefur af sér - njóttu einstakrar Kvöldsólar!

Liturinn var frekar daufur og minnti á rósavín. Lyktin endaði í einhverskonar lakki.  Kröftugt berjabrað en rabbabarinn hefur vinning þegar líður á.

Vínið er gert úr  berjum sem vaxa villt, krækiberjum, 80% og bláberjum. 19% er rabarbari og íslenskar kryddjurtir. Berin eru tínd víða á landinu, m.a. á Vestfjörðum.

Þetta er meinhollur drykkur. Ég sá frétt um daginn að efni í bláberjum komi í veg fyrir ristilkrabba. Maður á eftir að úða Kvöldsól í sig sem forvörn.

Frábært framtak Húsvíkingnum Ómari Gunnarssyni og fjölskyldu en þróun á miðinum hófst árið 1991.

Hef ekki séð Kvöldsól í Ríkinu en keypti flöskuna í Fríhöfninni á  1.350 krónur.

Næsti leikur að kaupa Haustsól frá sama aðila og bera saman sólirnar.  

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

"Hóflega drukkið vín" osfrv. Mundu það Sigurpáll.

kv. 

Helga R. Einarsdóttir, 2.4.2007 kl. 18:23

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Takk Helga!

Gaman að fá athugasemdir eða ráðleggingar frá þér hérna. Maður verður að verja ristilinn þegar bláberin verða búin næsta vetur í gegnum Kvöldsólina. En það verður hóflegt.

Sigurpáll Ingibergsson, 2.4.2007 kl. 22:50

3 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Mjög athyglisverð vínsmökkun og ég er ákveðinn i að fá mér eina bráðlega þegar ég á leið um Fríhöfnina.

Svo var það maturinn. Hvernig varstu með fjallalambið hanterað?

Kv

EJE 

Jóhannes Einarsson, 3.4.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson


Fjallalambið sá um að krydda sig sjálft. Bragðaði fjallagrös og fléttur í nágrenni Ódáðahrauns. Síðan var læri stungið í ofninn og kynnt vel undir. 

Ég býð þér EJE með á leik í maí ef ég stend mig í keppninni á enski.is, Skjóttu á úrslitin og fæ tvo miða. Þú getur þá keypt flösku á heimleiðinni.

Sigurpáll Ingibergsson, 4.4.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Heyrðu, ég þakka boðið. Er þegar búinn að kíkja á stöðuna hjá þér og hún er ekki slæm. Það leit vel út hjá mér í kvöld með leikina í CL en svo jafnaði Drogba.

Jóhannes Einarsson, 4.4.2007 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 235919

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband