13.3.2007 | 21:43
Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna
Í síðasta mánuði hlotnaðist mér sá heiður að verða krýndur Íslandsmeistari í Hornafjarðarmanna. Úrslitin voru spiluð fyrir Þorrablót Hornfirðinga á höfuðborgarsvæðinu. Undankeppnin var haldin kvöldið áður á veitingastaðnum Heitt og Kalt.
Kíkjum á spilin í úrslitakeppninni.
Þú ert að spila HornafjarðarManna. Salurinn er að fyllast af Hornfirðingum sem eru að fara að blóta. Það er spenna í loftinu. Þú ert gjafari eftir að hafa dregið hjarta tvist en hann botnaði fjarka frá Höfðamanninum og sexu frá tengdadóttur Þinganess.
Ég er gjafari og fæ þessa hendi:
s: xx
h: Kxx
t: xx
l: AK1032
Forhönd, kaupir 6 spil og millihönd nýtir kvótann. Þetta lítur ekki nógu vel út.
Fékk úr Manna tvo hunda í spaða, níu og sexu. Síðan fékk ég hjarta sexu og lauf tvist.
Ekki var ég bjarsýnn þegar lagt var í þessa för. Forhöndin smellti út tígli, drottningunni. Djöfulinn, blótaði
ég enda á þorrablóti. Nú fæ ég í mesta lagi þrjá slagi og eitt prik í mínus ef heppnin verður með mér.
Hinn spilarinn drap á ás. Hélt áfram með kóng. Ég kastaði síðasta spaðanum
og huxaði með mér hví væri að spila ofan af tíglinum. Svo kom þriðji tígullin. Ég kastaði hjarta. Forhöndin kom svo með fjórða
tígulinn. Þau komin með tvo slagi hvor.
s:
h: K6
t:
l: AK10632
Nú kom lítið hjarta frá forhandarspilarnaum. Hjúkk, ekki spaði huxaði ég. Ég fæ
þá einhverntímann á hjarta kónginn. Lítið frá millihönd, mér brá.
Tók á kónginn. Lauf ás, síðan lauf kóngur. Drottning frá forhönd. ÆÆ
hann á gosann, sáttur með þrjá slagi á þessa hendi. Setti samt tíuna.
Allir renus!
Ég spilaði laufunum í botn og kom gúmískvís á þau. Hjarta sexan tryggði mér fjórða prikið í spilinu.
Næsta spil var nóló. Ég þoli ekki nóló og tjái mig ekki meira um það.
Síðasta spil var hjarta tromp. Ég í forhönd. Var með Ax í hjarta. Keypti allan kvótann, sjö spil og fékk í hjarta KJxx. Þá leið mér
vel. Tólf slögum síðar var ég krýndur Íslandsmeistari í Hornafjarðamanna.
Því hefur verið haldið fram að Íslandsmót í Hornafjarðarmanna sé Íslandsmót í heppni. Ég er sammála því að heppni spilar stóran hlut. Mínir útreikningar segja 70% heppni en 30% tækni. Ég skal útskýra það.
Kínverjar hneigjast til að nota tölur til að útskýra allt á milli himins og jarðar og forystumenn kommúnistaflokksins hafa reiknað það út að Maó hafi haft 70% rétt fyrir sér en 30% rangt.
Þannig fann ég þetta út!
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki keppni í heppni?
Guðmundur Marinó Ingvarsson, 14.3.2007 kl. 15:36
Þetta er glæsilegt. Mér finnst að það ætti að vera reglulegur Manna þáttur í Mogganum eins og Bridge og skákmenn hafa til að spá í flóknar gjafir og meldingar.
Til hamingju með titilinn, þetta er það næsta sem ég hef komist að heimsmeistara ever, en einu sinni var ég næstur í biðröð á eftir Ilie Nastase tenniskappa frá Rúmeníu á Bromma flugvelli í Sverge 1975
Jóhannes Einarsson, 15.3.2007 kl. 08:37
Takk, takk.
70% heppni. En fylgir ekki alltaf heppni meisturunum?
Sigurpáll Ingibergsson, 15.3.2007 kl. 11:26
Hvort ertu betri í Manna eða Ólsen-Ólsen?
GK, 15.3.2007 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.