30.6.2014 | 15:45
HM og vítaspyrnukeppni
Velheppnað heimsmeistaramót stendur nú yfir í Brasilíu.
Þegar HM í knattspyrnu er annars vegar er þetta ekki bara íþróttaviðburður heldur alþjóðlegur menningarviðburður. Fótbolti er hluti af menningu flestra þjóða, HM er einn alstærsti viðburðurinn (ásamt ÓL) þar sem ólíkar þjóðir úr öllum heimsálfum koma saman í friði og reyna með sér í heilbrigðum leik.
Trúarbrögð, hörundslitur, menning og efnahagur skipta ekki máli. Þetta er eitt af því góða sem samfélag þjóðanna hefur alið af sér. Þetta er keppni sem nær til allra - líka þeirra ríku og fátæku.
þegar þetta er skrifað eru 16-liða úrslitin hálfnuð. Grípa hefur tvisvar til vítaspyrnukeppni. Brasilía vann Chile 3-2 og Costa Ríka vann Grikkland 5-3 en í bæði skiptin sigraði liðið sem hóf vítaspyrnurnar.
Það hefur verið sannað að liðið sem hefur leik í vítaspyrnukeppni á meiri sigurmöguleika. Því hefur verið stungið upp á nýju kerfi. ABBAABBAAB-kerfinu.
ABBAABBAAB-kerfið er ekki galin útfærsla. Það þarf að prófa það. Eini gallinn er að þetta virðist flókið, bæði fyrir leikmenn og áhorfendur en eflaust sanngjarnara.
Í dag leika Frakkar við Nígeríu og Þjóðverjar við Alsír. Evrópsku liðin eru svo sterk að þau ættu að komast áfram án vítaspyrnukeppni en Nígería og Alsír njóta sín betur í hitanum og rakanum. Það er þeirra tromp.
Það verður stórleikur í 8-liða úrslitum ef Frakkar og Þjóðverjar komast áfram
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Enski boltinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 233670
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.