28.4.2012 | 12:49
Geir negldur
Niðurstaða Landsdóms kom mér ekki á óvart í landsdómsmálinu nr. 3/2011: Alþingi gegn Geir Hilmari Haarde. Ég var búinn að komast að þessari niðurstöðu eftir að hafa fylgst með aðalmeðferðinni. Til að komast að þessari niðurstöð notaði ég þekkingu mína á gæða- og öryggismálum.
Forsætisráðherran var dæmdur fyrir að látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 kemur fram að samræmt verklag var ekki fyrir hendi í mörgum málum. Boðleiðir hafa verið óljósar og ábyrgð ekki skýr.
Niðurstaða Landsdóms tekur undir undir það. Stjórnsýslan hefur verið í molum. Það er ekkert sprenghlægilegt við það.
Ég er vottaður úttektarmaður (Lead Auditor) í ISO 27001 öryggisstaðlinum og í úttektum leitað að sönnunargögnum um að verklagi sé fylgt. Í máli Geirs fundust engin sönnunargögn um að ráðherrafundir hafi verið haldnir. Það má líkja því við kröfu í kafla - 7 Rýni stjórnenda á öryggisstjórnkerfinu, við getum kallað það ráðherraábyrgð.
Úttektarmenn meta það svo hvort frábrigðið sé meiriháttar (major nonconformity) eða minniháttar. Fáir stofnun á sig meiriháttar frábrigði, þá endurnýjast vottunarskírteini ekki. Því má segja að Geir og forsætisráðuneyti hans hafi sloppið með minniháttar frábrigði.
Ein mikilvægasta eign hvers fyrirtækis og stofnunar er traust og gott orðspor. Þetta er eign sem ekki fæst af sjálfu sér og auðvelt er að spilla.
Það er einn lærdómurinn af Landsdómsmálinu að stjórnsýslan á Íslandi er ekki nógu gegnsæ. Ef takast á að lagfæra það sem aflaga hefur farið þarf að skrá verklag og skýra boðleiðir og ábyrgð stjórnenda. Í ljósi stöðunnar er það beinlínis nauðsynlegt fyrir stofnanir að sinna öryggis- og gæðamálum af festu og sýna fram á fylgni við alþjóðlegar öryggis- og gæðakröfur.
Því má segja að Geir hafi verð negldur fyrir ógagða stjórnsýslu fyrri ára. Geir er ekki gert að taka út refsingu fyrir athæfið og er það eflaust næg refsing að lenda fyrir Landsdóm.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.