15.1.2012 | 12:46
Swansea - Arsenal
Swansea er borg og sýsla í Wales. Hún er önnur þéttbyggðasta borg í Wales eftir Cardiff með rúmlega 230 íbúa. Swansea er við sendna strönd í Suður-Wales. Á 19. öld var Swansea aðalmiðstöð kopariðnaðarins og kölluð "Copperopolis".
En frá koparnum að knattspyrnunni. Í dag verður háður leikur Swansea og Arsenal á Liberty Stadium leikvellinum í Swansea City í 21. umferð Úrvalsdeildarinnar. Það hefur verið mikill uppgangur í Wales og endurspeglast það í gengi Swansea í Úrvalsdeildinni. Liðið spilar léttan og skemmtilegan nútíma bolta undir stjórn Norður-Írans Brendan Rodgers en hann vann með José Mourinho og Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og hefur lært mikið af þeim.
Einn hættulegasti leikmaður Swansea er númer 11, vængmaðurinn Scott Sinclair en hann er með 95 í hraða í FIFA 12 leiknum, og skákar sjálfum Messi. Hann á eftir að glíma við bakvörðinn og miðvörðinn Johan Djourou en bakvarðarvandamál Arsenal á leiktíðinni eru skelfilega mikil.
Fyrri leikur liðanna var háður í ágúst og hafði Arsenal nauman sigur með marki frá Andrei Arshavin á 40. mínútu, hans eina mark á tímabilinu í Úrvalsdeildinni.
Einn Íslendingur er í leikmannahópi Swansea, kvótagreifinn Gylfi Sigurðsson sem er í láni frá Hoffenheim. Brendan þekkir til Gylfa en þeir tengjast í gegnum Reading.
Gælunöfn Swansea eru The Swans og The Jacks en sagan á bak við síðara nafnið er sú að á 17. öld voru aðeins úrvals sjómenn og vel virtir sem komu frá Swansea og gengu þeir undir nafninu "Swansea Jacks".
Arsenal og Swans hafa ekki leikið marga leiki í gegnum tíðina, aðeins 10 og hefur Arsenal unnið 6 en Swansea 3.
Þetta verður ekki mikill markaleikur en Swans gefa ekki mikil færi á sér á heimavelli en aðeins 16 mörk hafa litið dagsins ljós. Naumur útisigur er spáin og líklegast að Robin van Persie skori það en umræðan á Englandi hefur öll snúist um hvort Thierry Henry verði í byrjunarliðinu fyrir þennan leik en hann hefur aldrei náð að skora gegn svönunum.
![]() |
Spilar Gylfi sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.5.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 235893
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.