Fimm snilldarmörk Arsenal á Brúnni

Frábær hádegisleikur á Brúnni.  Í leik mikilla varnarmistaka en fyrir vikið varð leikurinn bráðfjörugur.

Robin van Persie  gerði frábæra þrennu en besta mark leiksins gerði Theo Walcott en hann var felldur en reis upp eins og fuglinn Fönix og kom Arsenal í 2-3 forystu með frábærri baráttu, hraða og útsjónarsemi.  Walcott hefur staðið sig vel gegn Chelsea og líkar honum vel við að spila gegn þeim. 

Gamli refurinn Nigel Winterburn skrifaði í einhvern blaðadálk um líklegt byrjunarlið. Hannn var með 10 rétta, en setti Arshavin í stað Walcott. Eins gott að gamli góði Winterburn er ekki stjórinn. Við hefðum kannski unnið 0-1 í staðinn!

Per Mertesacker átti ekki sinn besta leik í vörninni og hefði átt að gera betur í tveim fyrstu mörkum The Blues. Svo er athyglisvert af hverju leikmaður er ekki hafður við stöngina í hornspyrnum. Hann hefði bjargað síðara markinu. En ef til vill þarf það ekki þegar lið hefur Robin van Persie í sínum röðum.

Þetta eru ekki einu sögulegu úrslitin á Brúnni. Ég man alltaf eftir þrennu Kanu á Brúnni árið 1999, það var magnaður 2-3 leikur og svo man ég eftir köldum haustdegi í lok nóvember 2008 er  RVP skoraði tvö stórglæsileg mörk á Brúnni í 1-2 sigri á massívu Chelsea-liði.

Van Persie sloopt Chelsea  skrifa hollensku blöðin í fyrirsagnir og eru ánægð með sinn mann. Í dag urðu hollensku spilararnir heimsmeistarar í brids og Landsbanki fer að greiða út IceSave reikninga eftir helgi þannig að það er mikil gleði í Holland.

 Persie

Mynd tekin í búningaherbergi Arsenal á Emirates í febrúar 2007. Þarna hangir treyja Robin van Persie númer 11 í skápnum. Íburðurinn er ekki mikill, einfaldur stíll í búningsklefanum.


mbl.is Van Persie annar til að skora þrennu á Brúnni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

en sjáðu þá sóknina í hornspyrnunum ... allir/flestir í 1 hnapp fyrir miðju marki !!!!!

hjá öllum held ég :-)

jgg (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 16:57

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Það borgar sig að minnka markið, láta tvo leikmenn standa við sitthvora stöngina til að hjálpa markverðinum. Svo verða þeir að tímasetja hlaupið rétt út í teig. Þetta kenndi Albert Eymundsson okkur allt saman í 5. flokki hjá Sindra.

Sigurpáll Ingibergsson, 30.10.2011 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 235893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband