Brimbretti við Íslandsstrendur

Sá athyglisvert myndband "Á brimbrettum við Íslandsstrendur í maí" á eyjan.is.

Fjórir félagar frá Bandaríkjunum voru á ferð um Ísland í maí til þess að skoða landið og sinna áhugamáli sínu – brimbrettareið – við strendur landsins.

Þetta er vel gert 9 mínútna kynningarmyndband, góð myndataka og klipping með ágætum. Það er kuldi í myndinni enda var maí kaldur og hrásalagalegur mánuður en kapparnir frá Hawaii voru vel búnir. Hins vegar vantar niðurstöðu um ævintýraferðina á brimbrettum um Íslandsstrendur. Líklegt er að hún sé jákvæð úr því að myndbandið var framleitt og mynd fylgir í kjölfarið.

Ég hitti seint á síðasta ári, Íra sem var mikill brimbrettakappi. Hann var mjög hrifinn af öldunni við suðurströndina og taldi að þarna væru miklir möguleikar í íslenskri ferðaþjónustu. Hann hafði skoðað vel ströndina út af Eyjafjallajökli og fannst hún fullkomin fyrir þetta sport. Öldurnar væru betri en við Írland.

Ég benti honum á að úthafsaldan væri kröftug og hún hefði tekið mannslíf við Vík. Hann óttaðist ekki kraft öldunnar og sagði að brimbrettamenn væru vel búnir.

Fyrir um tíu árum voru brimbrettamenn á Írlandi teljandi á fingrum annarrar handar en nú væri svo mikill áhugi og vöxtur í greininni að hann þekkti varla nokkurn brimbrettamann.

Vonandi verður þetta myndband til þess að kveikja áhuga erlendra brimbrettamanna. Svo er næsta skref að innfæddir fái brimbrettaáhuga og nýti auðlindina og kraft sjávarins. 

Írinn sem ég hitti um áramótin ætlar allavegana að koma aftur til Íslands og þá með brimbrettið sitt.

Nokkrir tenglar um brimbretti og jaðarsport
http://www.arcticsurfers.is/
http://www.grindavik.is/v/7412
http://skemman.is/stream/get/1946/5284/15830/1/LOKA_BS.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband