Nikulásarmótið á Ólafsfirði

Stórskemmtilegt Nikulásarmót, það 21. í röðinni var haldið á Ólafsfirði um helgina. Keppt er í 5., 6. og 7. flokki.
 
HK sendi tvö lið yngstu flokkana. En alls kepptu 62 lið frá 14 félögum og keppendur voru um 500.
 
NikulasÁ föstudag, eftir glæsilega skrúðgöngu og setningarathöfn var A og B liðum í 7. flokk blandað saman í þrjá riðla og komust tvö efstu lið áfram í A-liða keppnina. Hin kepptu í B-keppni.
HK-ingum gekk vel að tryggja sig áfram, unnu alla þrjá leikina og markatalan mjög hagstæð, 20-0.
 
Á laugardeginum voru leiknir fjórir leikir:
HK - KF    7-0
HK-  Fjarðabyggð 6-2
HK - KA     5-1
 
Svo rann úrslitaleikurinn upp við Þór en góður 3-0 sigur hafði unnist gegn þeim daginn áður.  Norðanvindur hafði læðst inn fjörðinn er leikurinn hófst. Þórsarar voru lágvaxnari en Kópavogsdrengir en hlupu þindarlaust út um allan völl. Minnti leikaðferð og vinnusemi þeirra á japönsku heimsmeistarana. Ávallt voru komnir tveir Þórsarar í leikmenn HK til að trufla spilið. HK náði ekki að nýta sér meðvindinn í fyrri hálfleik en boltinn fór nokkuð oft úr leik en leiktími var 2 x 10 mínútur.  Í síðari hálfleik var mikil barátta en skyndilega opnaðist traust HK vörn og Þórsarar náðu að skora. Ekki náðist að jafna leika.  Eini möguleiki HK-inga á sigri í mótinu var að klára sinn leik á sunnudag við Dalvík og vona að nágrannar Þórs, KA næðu að stríða þeim. Gekk það ekki eftir.  Jafntefli hefði dugað HK til sigurs í mótinu og til að verja titilinn frá síðasta ári.
 
Á sunnudag var hörku leikur við Dalvíkinga og var uppskeran 2-1 sigur.   Síðan var haldið í gengum Héðinsfjarðargöng norður á Siglufjörð og sigldi einn pabbinn með liðsmenn í Zodiak-bát í Siglufjarðarhöfn. Höfðu drengirnir mjög gaman af sjóferð þeirri.  Liðsmenn 7. flokks leigðu íbúð á Ólafsfirði og gistu flestir þar en boðið var upp á gistiaðstöðu á nokkrum stöðum. Var allt skipulag á mótinu og móttökur Ólafsfirðinga til mikilla fyrirmyndar. Flott dagskrá yfir helgina með tveim kvöldvökum.
 
Uppskeran í sumar hefur verið góð hjá drengjaliði HK í 7. flokki.
Liðið vann sinn riðil í Faxaflóamóinu og öflugu VÍS-móti Þróttar.  Þriðja sætið á Skagamóti og nú silfur á Nikulásarmóti.
Þessi árangur á ekki að koma á óvart. Þegar mikill áhugi, vel er æft, góðir þjálfarar, góðir stuðningsmenn, góð stórn  og góð aðstaða, en börn og unglingar í Kópavogi búa við bestu æfingaaðstöðu norðan Alpafjalla.  Þá hlýtur útkoman að vera jákvæð.
 
Strákarnir í 6. flokki stóðu sig einnig vel en þeir voru flestir á yngra ári unnu alla leikina í A-úrslitakeppni nema einn, við Þór, og lönduðu silfrinu.
 
En úrslitin eru ekki allt, það er stórskemmtilegt að fylgjast með drengjunum þroskast í góðum leik og hafa foreldrar náð vel saman.   
 
Kíkjum á eina facebook-stöðu:
"Komin heim af Nikulásarmótinu - flottir HK strákar og skemmtilegir foreldrar :)"
 
 
Heimasíða mótsins:  www.nikulasarmot.is
 
Nikulas2011
 
Efri röð: Ívar Orri Gissurarson, Ólafur Örn Ásgeirsson, Ari Sigurpálsson, Sigurður Heiðar Guðjónsson
Neðri röð: Reynir Örn Guðmundsson, Konráð Elí Kjartansson, Marvin Jónasson, Felix Már Kjartansson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 226251

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband