23.6.2011 | 00:14
Hátindur í Grafningi (425 m)
Hátindur Dyrafjöllum er einnig notað til að bera kennsl á en þeir eru nokkrir á landinu, m.a. á Esjunni.
Hátindur og Jórutindur standa hlið við hlið við suðvestanvert Þingvallavatn. Þeir eru oft nefndir í sömu andránni. Gengið var upp á hrygginn sem gengur suður frá fjallinu en það er nokkuð þægileg leið. Af toppnum er gott útsýni yfir vatnið og fjallahringinn. Gríðarlega fallegt útsýni er yfir Hestvík og hæðótt landslagið í kringum hana. Ekki var gengin sama leið til baka, heldur skotist niður í dalinn milli Hátinds og Jórutinds. Telja sumir að svona geti landslagið í Gjálp verið eftir hundrað þúsund ár.
Ekki urðum við vör við Jóru tröllkonu en þegar keyrt var heim, mátti sjá tröllsandlit í fjallinu. Hræ af tveim dauðum kindum lá undir Jórutindi og spurning um hvernig dauða þeirra bar að garði.
Dagsetning: 21. júní 2011
Hæð: 425 metrar
Hæð í göngubyrjun: 192 metrar, Grafningsvegur 360, (N:64.08.899 - W:21.15.541)
Hækkun: Um 233 metrar
Uppgöngutími: 60 mín (19:00 - 20:00) 1,7 km
Heildargöngutími: 105 mínútur (19:00 - 20:45), 3,4 km
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit vörður: N:64.08.604 - W:21.16.428
Vegalengd: 3,4 km
Veður kl. 21 Þingvellir: Bjart, S 1 m/s, 10,6 gráður. Raki 74% - regnbogi
Þátttakendur: GJÖRFÍ, 18 þátttakendur
GSM samband: Já .
Gönguleiðalýsing: Ekki erfið ganga, fyrst er gengið eftir grýttum vegaslóða að rótum Hátinds en síðan um 100 metra hækkun yfir umhverfið upp á topp. Smá klöngur og fláar á leiðinni. Hægt að fara hringleið.
Hátindur, móbergshryggur sem rís eins og nafnið gefur til kynna til himins.
Jórutindur er eins og skörðótt egg séð frá austri en lítur sakleysislega út frá Hátindi. Tindurinn er nánast allur úr veðursorfnum móbergsklettum.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Lífstíll, Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 233613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.