Friðlýsing Langasjós flott ákvörðun

Þetta er mjög góð ákvörðun hjá Umhverfisráðuneyti og sveitastjórn Skaftárhrepps. Þessi tota inn í Vatnajökulsþjóðgarð var mjög undarleg.

Svæðið er viðkvæmt og það þarf að skipuleggja það vel.  Ég hef trú á að bátasigling og kajakaróðar á Langasjó eigi eftir að freista margra ferðamanna á komandi árum.

Gönguferð á Sveinstind verður öllum ógleymanleg sem munu þangað rata. Ég gekk á tindinn í ágúst 2009 eftir að hafa ferðast um Langasjó. Gangan tók tæpan klukkutíma og gönguhækkun er 390 metrar. Vegalend 2 km.

Á góðum degi er útsýni stórbrotið. Hægt að sjá vel yfir Langasjó og Fögrufjöll, víðáttumikla aura og kvíslar Skaftár sunnan þeirra. Mögulegan Eldfjallaþjóðgarð á heimsvísu með Lakagíga og tignarleg fjöll í nágrenni Eldgjár í vestri. Upptök Þjórsárhruns má einnig greina í norðri. Vatnajökull rammar svo allt inn í austri með áberandi Kerlingar í forgrunni.

Á Sveinstindi var skálað í vatni úr Útfallinu hjá Langasjó í þokunni.

 

 Útfallið

Útfallið úr Langasjó. Lengi vel héldu menn að Langisjór væri afrennslislaust vatn en árið 1894 fannst Útfallið en það er þröngt skarð í gegnum Fögrufjöll innanverð. 


mbl.is Stækka Vatnajökulsþjóðgarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 233597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband