Kópavogsliðin með yfirburði í yngri flokkum

Var að koma af úrslitaleik í Íslandsmótinu í 4. flokk á Kópavogsvelli. Það var hörku leikur milli nágrannana í Kópavogi, HK og Breiðabliks. Þeir grænklæddu uppskáru verðskuldaðan sigur í ágætis leik.

Í gær  sá ég leik sömu liða í undanúrslitum 3. flokks á Smárahvammsvelli. Þar snerust úrslitin við og komur HK menn í úrslitaleikinn. Þeir spila um helgina við Breiðablik 2 en þeir lögðu Víkinga í hinum undanúrslitaleiknum.

Í 5. flokki gekk Kópavogsliðum ágætlega. Einnig í flokkunum þar fyrir neðan. En hver skyldi ástæðan vera. Eflaust eru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar að skila sér í góðum árangri. Til eru tvær knattspyrnuhallir í Kópavogi, Fífan og Kórinn og einnig góð aðstaða fyrir félögin, HK og Breiðablik. Ekki má gleyma að þjálfarar eru færir í sínu fagi.

Gott dæmi um mun á aðstæðum er þegar Gylfi Þór Sigurðsson fór frá FH yfir til Breiðabliks þegar hann var táningur en hann stefndi hátt og aðstæður voru betri í Kópavogi en Hafnarfirði. Nú er Breiðablik að uppskera ríkulega fyrir knattspyrnumanninn. Þegar Gylfi fór fyrir mikinn pening frá Reading til Hoffenheim fékk Breiðablik yfir 100 milljónir á sinn reikning. FH og Breiðablik skiptu svo uppeldisupphæðinni á milli sín, 10 milljónum á félag.

Það er gott að spila fótbolta í Kópavogi.

 blikur.jpg

Blikur á lofti í úrslitaleik HK og Breiðabliks í 4. flokki við frábærar aðstæður á Kópavogsvelli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það hjá þér, aðstaða og góðir þjálfarar. Þú gleymir samt stórum þætti í þessum árangri en það er staðreyndin að gríðarlega fjölmennir flokkar innihalda oft fleiri efnilega krakka. Sú er staðreyndin a.m.k. hjá Breiðablik.

Baddi (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 11:51

2 identicon

Það er miklu betur búið að íþróttafélögum en í Reykjavík samt er staða borgarinnar mun betri en í Kóp sem sligar allt bæjarfélagið.

Reykvíkingur (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 12:10

3 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Það hefur tekist vel að halda um efnilega krakka í Kópavogi. Vissulega eiga nágrannarnir í Reykjavík fjölmenna flokka en ekki náð að sama árangri og Breiðablik og HK. Einnig er gaman að sjá hve vel gengur hjá Breiðablik að nýta ungu og efnilegu íþróttamennina í meistaraflokkum. Á það við í karla og kvennaflokki. HK er að marka sömu stefnu.

Varðandi rekstur bæjarfélagsins, Kópavogs þá er það á válista hjá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga. Nokkur sveitarfélög hafa skuldsett sig fram úr hófi í góðærinu í stað þess að safna í sjóði eða greiða niður skuldir. Kópavogur er eitt af þeim. Reykjavík kemur betur út í samanburðinum en ef B-hluti rekstrarreiknings kemur inní, þá er staðan svört en Orkuveitan er afar illa stödd.

Sigurpáll Ingibergsson, 12.9.2010 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 236537

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband