9.8.2010 | 21:30
Einstakt afrek
Þetta er einstakt björgunarafrek í Krossá. Björgunarsveitarmaðurinn ungi, Ásmundur Þór Kristmundsson er frábær fyrirmynd og á orðu skilið.
Eflaust á eftir að koma upp umræða um þekkingarleysi erlendra ferðamanna á óbrúuðum straumhörðum ám í kjölfar óhappsins.
Fyrir tæpum tveim vikum fór ég í ævintýralega ferð að Lakagígum. Keyrt var upp veg, F206 og eru þrjú vöð á leiðinni. Geirlandsáin er vatnsmesta vaðið og getur hún vaxið hratt í úrkomu eins og flestar ár á svæðinu. Á undan okkur voru frönsk hjón á Toyota RAV4 með tvo unglingsstráka. Þau fóru greinilega eftir öllum reglum um óbrúaðar ár og könnuðu ánna með því að vaðafyrst út í straumlétta ánna. Fyrst fór elsti drengurinn og síðan fór móðirin á eftir. Þegar á bakkann kom báru þau saman bækur sínar og vísuðu veginn yfir vaðið. Við fylgdum svo í sömu slóð á eftir.
Frönsku ferðamennirnir sem fóru yfir Krossá hefðu átt að kanna aðstæður betur í jökulánni. Æskilegast hefði verið að vaða út í ánna í klofstígvélum eða vöðlum með járnkarl í hendi og tengdur í öryggislínu. Þá hefðu menn komist fljótt að því að Krossá væri ekki bílfær.
Bjargaði ferðamönnum úr Krossá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233606
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.