31.7.2010 | 11:11
Silfurfoss
Í 473 skrefa fjarlægð frá Hólaskjóli er nafnlaus foss í ánni Syðri-Ófæru. Hann minnir á Gullfoss, gæti verið frumgerð hans. Vegna líkingarinnar hafa sumir nefnt fossinn Silfurfoss.
Í gær keyrði ég frá Geirlandi hjá Kirkjubæjarklaustri og hélt upp Landmannaleið, F208. Það er stórmögnuð leið heim til Kópavogs. Margt fróðlegt bar fyrir augu og litadýrðin í nágrenni Landmannalauga var stórfengleg. Ég hef sé fjölda mynda en færustu atvinnuljósmyndarar hafa ekki náð að koma upplifuninni til skila. Veðrið var mjög heppilegt, nýlega hafði verið úrkoma og allir litir tærir.
Fyrsta stoppið var við Hólaskjól en þar reka aðlir í Skaftártungu ferðaþjónustu. Glæsilegur skáli er í Lambaskarðshólum, einnig góð tjaldstæði og smáhýsi.
Fjölskyldan fór í gönguferð að "Litla-Gullfossi" eða Silfurfossi í rigningarúða. Ég tjáði göngumönnum að þetta væri stutt ganga, 500 metrar eða fimm fótboltavellir. Ari litli vildi hafa fjarlægðina á tæru og taldi hvert skef sem hann tók. Var hann því frekar skreflangur alla leið. Taldi hann 473 skref.
Fossinn í Syðri-Ófæru er á pöllum eins og Gullfoss og steypist ofan í þröngt gil
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.