17.7.2010 | 16:14
Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst með 4-0 sigri á Barnet
Mikla athygli vakti að markvörðurinn Almunia var ekki með en hann var í hópnum sem gefin var upp fyrir leik. Nú er spurningin hvort eðlilegar skýringar séu á brotthvarfinu eða hvort nýr markvörður sé á leiðinni.
Nýju leikmennirnir Marouane Chamakh og Laurent Koscielny voru kynntir til leiks. Þeir skiptu hálfleiknum á milli sín en voru lítt áberandi.
Rússinn knái Andrei Arshavin kom Arsenal í forystu á annarri mínútu. Jay Simpson bætti öðru og þriðja við á þeirri 16 og 45. Wilshire var sprækur í fyrri hálfleik og bar upp spilið en margar sóknir komu upp vinstri kantinn þar sem Traore og Arshavin réðu ríkjum.
Í síðari hálfleik kom nýtt lið inná, 11 skiptingar og hálfleikurinn daufur. Nasri skoraði fjórða markið á 75. mínútu eftir skelfileg mistök varnarmanns Bees. Walcott átti tvö góð færi sem ekki nýttust.
Það var létt yfir mönnum, ferð til Austurríkis framundan og Emirates Cup. Æfingatímabilið endar svo í Póllandi.
Byrjungarlið Arsenal: Fabianski, Nordtveit, Vermaelen, Koscielny, Traore, Frimpong, Rosicky, Wilshere, Arshavin, Simpson, Emmanuel-Thomas
Seinna lið Arsenal: Wojciech Szczesny, Vito Mannone, Craig Eastmond, Samir Nasri, Conor Henderson, Henri Lansbury, Theo Walcott, Nacer Barazite, Ignasi Miquel, Johan Djourou, Kieran Gibbs og Maroune Chamakh.
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:22 | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 233597
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvern varðar um svoleiðis rugl ??????????
JGG (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.