10.6.2010 | 22:02
"Íshafsleiðin" stoppaði umferðina í morgunn
Það var undarleg staða í umferðinni í morgun á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þegar ég kom akandi í strætó mínum var lögreglubíll stopp í aðrein að Miklubraut og tvær löggur stjórnuðu umferðinni. Þegar græna ljósið glennti sig framan í okkur sem komu akandi eftir Kringlumýrarbrautinni, þá settu þeir upp stoppmerkið. Það var eitthvað að gerast. Allir tóku þessu með ró. Gekk þetta í nokkur skipti. Síðan kom hvert löggumótorhjólið á eftir hverju öðru og einn og einn löggubíll. Þá mundi ég eftir kínversku sendinefndinni sem birtist óvænt í gær og skrifaði upp á gjaldeyrisskiptasamning og samning við Landsvirkjun.
En það býr eflaust meira á bak við þessa heimsókn. Kínverjar leita að hverju viðskiptatækifærinu út um allan heim. Eitt sem þeir eru spenntir fyrir er Íshafsleiðin. Öðru nafni Norðausturleiðin, (The Northern Sea Route) sem liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!
Líklega hefur leið kínversku sendinefndarinnar með leiðtogann og verkfræðinginn He Guoqiang í broddi fylkingar í morgun legið uppi í Hellisheiðarvirkjun.
Það var því Íshafsleiðin eða Íshafslestin sem stoppaði mig í morgunn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 233598
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.