Heljarmenni á ferð

Þetta er mikið afrek hjá Guðjóni og félögum í Flugbjörgunarsveitinni. Björgunarsveitarmenn eiga heiður skilinn fyrir gott starf við eldstöðvar.  Brekkan er um 140 metrar há eða tvær Hallgrímskirkjur. Annars kemur það mér á óvart að þyrlan skyldi ekki geta lent á Morinsheiði, því hún er eins og þyrlupallur í laginu.

Hér fylgir með mynd sem var tekin á föstudaginn langa og sýnir brekkuna, hún er tekin í 765 metra hæð. Það var stanslaus umferð fólks upp og niður snjóbrekkuna.

Brekkan


mbl.is „Tók hana á öxlina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún kaupir kannski flugeldana af björgunarsveitinni næst.

Jónas (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 10:13

2 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Æpa sjaldan ofurhugar

Þannig hljóðaði málshátturinn sem var í páskaeggi mínu. Hann á vel við þessa björgun. Ekki hefur verið mikið æpt. Hvorki hjá björgunarsveitarmanni eða slösuðu konunni.

Flugeldasala er stór þáttur í fjáröflun björgunarsveita. Stóru terturnar, Ari Fróði, Njáll og synir hafa selst vel. Nú er stóra spurningin hvort boðið verði upp á Axlar-Björn.

Sigurpáll Ingibergsson, 4.4.2010 kl. 11:49

3 identicon

Meðan fólk anar út í vitleysu, þá verður aldrei skortur af hetjum og heljarmönnum.

L (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 15:38

4 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

"Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum."

- Svo mælti Guðmundiar Einarsson frá Miðdal. Þessi orð eiga vel við í dag. Sófaslys eru alltof algeng hér á landi.

Sigurpáll Ingibergsson, 4.4.2010 kl. 23:01

5 identicon

Hvað hefði verið gert mér til hjálpar? Ég er 130kg.

j.a (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 01:08

6 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Sæll j.a!

Björgunarsveitarmenn hefðu gert sitt besta. Lílega náð í sjúkrabörur og fjögur heljarmenni borið þann slasaða niður á Foldir.

Sigurpáll Ingibergsson, 5.4.2010 kl. 13:33

7 identicon

Fólk þarf ekki á fjallgöngum að halda við að hreyfa sig, það gæti allt eins gengið á jafnsléttu.

Í þetta skipti þurfti líkbíl til.

Hvenær ætlar fólk að hrista af sér 2007 syndrómið?

L (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband