Myndakvöld Ferðafélags Íslands

Það var húsfyllir á myndakvöldi FÍ í gærkveldi. Atvinnuljósmyndararnir Christopher Lund og Haukur Snorrason fóru á kostum. En þeir hafa getið sér gott orð fyrir landslagsmyndir.

Christopher Lund hóf kvöldið eftirminnilega með spurningunni, Hvað er flott landslagsmynd? Hann sýndi nokkrar frábærar myndir og var birtan lykilatriðið í myndunum ásamt stórbrotnu landslagi. Fólk er einnig æskilegt í landslagsmyndum, þá sjást stærðarhlutföll.  Eftir að hafa sýnt nokkrar myndir  og velt upp spurningunni um góða landslagsmynd, fórum við í ferðalag með Chris til Langasjávar.  Ég var svo heppinn að vera í ferðinni, Fegurðin við Langasjó í sumar. Það var gaman að endurupplifa ferðalagið. Christopher Lund er með vefinn www.chris.is og eru þar nokkrar af landslagsmyndum sem sýndar voru. Ég mæli einnig með myndasyrpu Chris. Hún er "awesome", eins og einn erlendur vinnufélagi minn lýsti henni.

Haukur Snorrason sýndi loftmyndir. Hann er íhaldssamari en Chris. Tekur loftmyndir úr sömu flugvél, með sömu myndavél og Fuji Velvia 50 filmu. Það voru mörg ný og skemmtileg sjónarhorn hjá Hauki af þekktum og óþekktum stöðum.

Mér finnst ég alltaf svo ríkur eftir myndakvöld FÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 233595

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband