Öryggisventillinn

Ég var ánægður með að Ólafur Ragnar nýtti sér óvirka 26. grein stjórnarskrárinnar árið 2004 er hann sendi umdeild fjölmiðlalög til umsagnar þjóðarinnar.  Þarna var möguleiki á að stoppa lög sem þjóðin vildi ekki láta yfir sig ganga. Forsetinn væri þá öryggisventill. Ekkí átti ég von á að leikurinn endurtæki sig í vikunni og var hálf dapur þegar fyrstu fréttir erlendis frá bárust til landsins. Kúba norðursins í hraðri uppsiglingu.

Dagurinn í dag var hins vegar mjög jákvæður. Góðar og jákvæðar greinar frá virtum dálkahöfunum víða í Evrópu og Eva Joly fer á kostum. Gengið haldist stöðugt enda engin viðskipti með krónuna úti í heimi. Kannski fáum við hagstæðari IceSave samning eftir allt saman. Við þurfum að ná nokkrum atriðum í gegn, herkostnaðurinn af synjuninni er það mikill. Lækkun á vöxtum um eitt prósent væri góð búbót.

Nýja IceSave samninganefndin þarf að vera hörð og þverpólitísk. Með leiðinlegasta InDefence mann innanborðs og ekki sakar að hafa erlenda refi með í för.

En hvað á maður að kjósa í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni? Spurningin sem lögð er ferlega flókin. Við fyrsta lestur í Fréttablaðinu hélt ég að um grín frá Baggalúti væri að ræða. En líklega mætir maður á kjörstað ef nauðsynlegt verður að segja JÁ við spurningunni. Ef allt verður í frosti. Ef allt verður í góðum gír, lánin frá Norðurlöndum og AGS streyma í Seðlabankann, þá situr maður heima. Ekki fer maður að kjósa yfir sig óverðskulduð fjárútlát að nauðsynjalausu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 235893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband