Mjög gott áramótaskaup *****

Það er hægt að gera góða hluti fyrir lítinn pening. Áramótaskaupið í ár er undir niðurskurðarhnífnum á RÚV en þar var mjög gott. Handritið vel gert, hárbeitt og góður spegill fyrir síðustu ár. Það var heilmikill boðskapur í því, ekki endalaus fíflagangur.

Hryggstykkið í Skaupinu gerist á Bessastöðum í timburmönnun útrásarinnar en farið er í litlar ferðir frá partíinu og birtast þá stuttir og hnitmiðaðir brandarar sem eru mjög góðir.  T.d. var Wiki-Leak hjá Kaupþing frábært en þá sendi einn fundarmanna Alla Reynis glærurnar, á netfangið allir@kaupthing.com. Einnig voru lögin á Pottþétt kreppudisknum vel valin. Sigmundur Ernir fékk ágæta ádrepu sem hann átti skilið. Stefán Jónsson var góður sem Steingrímur Joð en leikur á Jóhönnu var ekki í sama klassa. Laddi kom óvænt í hlutverki forseta og stóð fyrir sínu. Harpa Arnardóttir var mjög góð og gaman að sjá gamlan vinnufélaga Ingvar Bjarnason í litu hlutverki.

Helsta þreytumerkið var þegar Margrét Tryggvadóttir hjá Hreyfingunni var að segja skoðun sína á fólki. Það var frekar langdregið en leikarinn var með útlit og takta þingmannsins á hreinu.

Vonandi verða handritshöfundar sannspáir og endirinn í raunveruleikanum verði eins og í skaupinu. Þeir seku settir undir lás og slá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband