Hvítárbrú og áætlanir

Langafi minn Sigurður Sigurðsson (1883-1962) trésmiður vann að öllum líkindum við byggingu Hvítárbrúar árið 1928. Í einkabréfi sem hann skrifar 1948 telur hann upp helstu byggingarverk sem hann hefur komið að en hleypur yfir árið 1928. Í myndasafni sem hann átti er jólakort með mynd af Hvítárbrú.

Hann hefur lært af meistaraverkinu við Hvítárbrú og í bréfi frá 1935 sem varðveitt er hjá Vegagerðinni eru samskipti milli Sigurðar snikkara og brúarverkfræðings Vegamálastjóra til, en þá stóð bygging Kolgrímubrúar í Suðursveit sem hæst. Grípum niður í Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar:

Bréf til Sigurðar brúasmiðs. Afritið sem varðveitt er í skjalasafni Vegagerðarinnar er ekki undirritað en miklar líkur eru á að Árni Pálsson brúarverkfræðingur hafi skrifað þessar línur. Þetta er athyglisverð lýsing á vinnubrögðum við bogabrýr.

29. maí 1935
Herra verkstjóri Sigurður Sigurðsson Hornafirði

Viðvíkjandi steypu í bogabrúna á Kolgrímu skal það
tekið fram, að áður en að byrjað er að steypa bogann,
skal gengið að fullu frá því að leggja bogajárnin, - bæði
efri og neðri járnin - og binda þau saman með krækjum
og þverjárnum í samfellt net, sem sýnt er á uppdrætti. Að
því loknu verður boginn steyptur og er hér heppilegast að
steypa bogann í fimm köflum, - með raufum á milli - svo
missig bogagrindar verði sem minnst; verður til þessa að
hólfa sundur með sérstökum uppslætti þvert yfir bogann.

Á meðfylgjandi uppdrætti er sýnt hvar heppilegast er
að setja þverhólfin og verður þá fyrst steyptur kafli nr.
1 um bogamiðju, síðan kafli nr. 2 við ásetur, loks kaflar
nr. 3 á milli ásetu og bogamiðju og að síðustu er steypt í
raufarnar nr. 4.

Eins og þér sjáið af þessu er hér að öllu leyti farið að,
eins og við bogana á Hvítá hjá Ferjukoti.
Samsetning steypunnar í boga er að sjálfsögðu
1:2:3, en að öðru leyti skal í öllu fylgt þeim góðu
byggingarvenjum er þér hafið vanist við brúargerðir.

Virðingarfyllst.

Bréfritari vísar í byggingu bogabrúar yfir Hvítá í Borgarfirði svo líklega hefur Sigurður komið þar að verki sem smiður og bréfritara verið kunnugt um það.
Steypublandan 1:2:3 eru hlutföll sements, sands og malar sem algengust voru við brúargerð.

Hvítárbrú í smíðum

 

Brúargerð á Hvítá hjá Ferjukoti 1928 stendur á bakhlið myndarinnar. Eigandi Sigurður Sigurðsson, trésmiður frá Hornafirði.

Ég hef heyrt það að annað sem hafi verð merkilegt fyrir utan glæsilega hönnun og mikla fegurð brúarinnar er að verkið stóðst fjárhagsáætlun upp á krónu. Ekki voru Microsoft forritin Excel eða Project til þá. Heldur hyggjuvitið notað.

Í bréfi langafa frá 1948 segir ennfremur:

"1926 Eftirlitsmaður við Lýðskólabygginguna á Eiðum." Og aðeins neðar: "1927 var ég einnig eftirlitsmaður á Hólum í Hjaltadal. Einnig voru þar byggð fjárhús og hlaða fyrir um 300 fjár. Ég var svo hygginn að þessar byggingar fóru ekkert fram úr áætlunum og því ekkert blaðamál út af þeim. Þess vegna enginn frægur fyrir að verja eða sækja það mál þar sem hvorki var þakkað eða vanþakkað."

Við getum lært mikið af þessu verkefnum og verkefnastjórnun fyrir rúmum 90 árum. Fjárhagsáætlanir hafa því í gegnum tíðina verið í skotlínu fólks.

Til hamingju með afmælið, Hvítárbrú.

Póstkort Hvítárbrú 1928

Póstkort af Hvítárbrú frá 1928

Heimild:

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar, 3. tbl. 2018.  Bls. 6 


mbl.is Bogabrúin yfir Hvítá 90 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2018

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 103
  • Frá upphafi: 226486

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband