29.7.2012 | 12:21
Skipulag á Siglufirði
Þegar gengið er fyrir ofan snjóflóðagarðinn eftir slóðanum að Hvanneyrarskál þá sést bæjarskipulagið vel á Siglufirði og þá er augljóst að menn hafa hugsað fram í tímann.
Ég get tekið undir með Birni þegar hann segir að: "Siglufjörður er einn fárra bæja á Íslandi sem hafa raunverulegan miðbæjarkjarna. Göturnar liggja eftir Hvanneyri eftir reglustikumynstri og þeim hugmyndum sem sr. Bjarni Þorsteinsson setti fram."
Fyrir vikið er Siglufjörður fallegur bær og á stórmekilega sögu sem speglast í Síldarminjasafninu. Ég skil vel að Birni líki vel við Aðalgötu í Siglufirði. Þar var gott mannlíf í sumar. Ágætir matsölustaðir, kaffihús, Sportvöruverslun og tískuverslun. Allur bragur bar vott um gamalt stórveldi.
Að sjá yfir Hvanneyrina minnti mig á borgina la Laguna á Tenerife en hún var notuð sem módel af Kólumbusi fyrir margar borgir í Ameríku.
Aðalgata frá fjöru til fjalla. Siglufjarðarkirkja (anno 1932) í öndvegi. Snjóflóðavarnargarðar í forgrunni.
Strákagöng rufu einangrun Siglufjarðar en nú hafa Héðinsfjarðargöng opnað allt upp á gátt. Hér er stutt heimildarmynd um hjólaferðalag um 830 metra Strákagöng.
![]() |
Gatan mín: Aðalgata á Siglufirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. júlí 2012
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 236874
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar