Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst með 4-0 sigri á Barnet

Æfingatímabilið hjá Arsenal hófst í dag á Underhill leikvanginum á hefðbundnum opnunarleik við Barnet. Varalið Arsenal spilar heimaleiki sína á leikvellinum. Barnet spilar í 2. deild eða D-deild.  Arsenal spilaði í nýju búningunum. Hinum hefðbundna, rauða með hvítu ermunum. Líkar mér það betur. Það var vorbragur á leik liðanna og lítil harka.  Tíu HM-kempur eru í fríi og koma hver á fætur öðrum inn í liðið. Vonandi verður búið að fínstilla það fyrir fyrsta leik í úrvalsdeildinni við Liverpool eftir mánuð.

Koscielny Mikla athygli vakti að markvörðurinn Almunia var ekki með en hann var í hópnum sem gefin var upp fyrir leik. Nú er spurningin hvort eðlilegar skýringar séu á brotthvarfinu eða hvort nýr markvörður sé á leiðinni.

Nýju leikmennirnir  Marouane Chamakh og Laurent Koscielny voru kynntir til leiks. Þeir skiptu hálfleiknum á milli sín en voru lítt áberandi.

 

Rússinn knái Andrei Arshavin kom Arsenal í forystu á annarri mínútu. Jay Simpson bætti öðru og þriðja við á þeirri 16 og 45. Wilshire var sprækur í fyrri hálfleik og bar upp spilið en margar sóknir komu upp vinstri kantinn þar sem Traore og Arshavin réðu ríkjum.

 

Chamakh

Í síðari hálfleik kom nýtt lið inná, 11 skiptingar og hálfleikurinn daufur. Nasri skoraði fjórða markið á 75. mínútu eftir skelfileg mistök varnarmanns Bees. Walcott átti tvö góð færi sem ekki nýttust.

Það var létt yfir mönnum, ferð til Austurríkis framundan og Emirates Cup. Æfingatímabilið endar svo í Póllandi.

Byrjungarlið Arsenal: Fabianski, Nordtveit, Vermaelen, Koscielny, Traore, Frimpong, Rosicky, Wilshere, Arshavin, Simpson, Emmanuel-Thomas

Seinna lið Arsenal: Wojciech Szczesny, Vito Mannone, Craig Eastmond, Samir Nasri, Conor Henderson, Henri Lansbury, Theo Walcott, Nacer Barazite, Ignasi Miquel, Johan Djourou, Kieran Gibbs og Maroune Chamakh.


Bloggfærslur 17. júlí 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 236816

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 256
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband