Pub Quiz

Skellti mér í vikulokin á spurnigakeppnina - Drekktu betur.  Hann var vel skipaður bjórbekkurinn á Galleri-Bar 46.  Spyrill dagsins var blaðamaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé. Var hann með mikla breidd í spurningaflórunni. Allt frá nýliðnum atburðum sem gerðust í morgun og langt fram í aldir.

Meðal keppenda voru þekktir Gettu betur, Útsvarsmenn og ofvitar. Einnig krimma- og spurningahöfundar og áhugafólk um bjór og spurningar.

Okkur Stefáni gekk bærilega, vorum með gott meðalskor og gátum bjórspurninguna, þá átjándu. Hún var um sterkasta bjór í heimi. Spurt var hversu sterkur hann væri? Við félagarnir hittum á laukrétta tölu en skekkjumörk voru gefin og þau rúm.

Kolbeinn spurði 30 spurninga og skrifa keppendur svörin á blað. Tveir keppendur eru í liði. Þegar spurningum lýkur, þá skiptast lið á svarblöðum og gefa fyrir.  Hæsta skor var 24 rétt svör og er það stórkostlegur árangur.

Þetta er stórskemmtilegt efni og mikil menning. Ég á örugglega eftir að kíkja þarna oftar í framtíðinni.


Jarðskjálfi í Hornafirði

Það er eitthvað undarlegt í gangi neðanjarðar hér á landi. Á jarðskjálftavef Veðurstofunnar eru skráðir skjálftar í Hornafirði. Skjálftarnir riðu yfir fyrir rúmum sólarhring, í hádeginu á fimmtudag. Stærri jarðskjálftinn er upp á tvö stig og gæti verið í Ketillaugarfjallinu.  Eða er gullketillinn hennar Ketillaugar fundinn?

Jardskjalfti-Hornafj

Úti á Skarðsfirði er Skeggey. Hún dregur nafn af manni einum sem þar lét grafa sig ásamt gulli sínu og hvolfa bát yfir. Nokkrir menn úr Nesjum ætluðu einhverju sinni að ná þar í skjótfenginn gróða, en um leið og þeir byrjuðu að grafa eftir gullinu sýndist þeim bærinn í Þinganesi standa í björtu báli. Kona Skeggja hét Ketillaug. Sagt er að eftir dauða hans hafi hún horfið upp í fjallið sem síðan heitir Ketillaugarfjall, með ketil fullan af gulli og lét hún svo ummælt áður en hún hvarf að þegar búið yrði að vinna Skeggja yrði hún auðfundin. Aðrar sagnir herma að til að finna ketilinn þurfi að ganga aftur á bak og berfættur upp fjallið sem er að miklu leyti brattar skriður. Ekki má líta aftur á leiðinni því að þá hverfur ketillinn og allt er unnið fyrir gýg.

Heimild: www.rikivatnajokuls.is


Bloggfærslur 12. mars 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 236821

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 242
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband