Vandamál að komast inn á völlinn

Ég var að hrósa miðasölukerfi KSÍ í gær.  Það brást hins vegar í kvöld, rétt eins og íslenska landsliðið. Þegar komið var að aðal dyrunum, Vestur inngangi, beið okkar heljar biðröð. Náði hún langt frá vellinum. Tuttugu mínútur í leik. Ég sem ætlaði að slappa af og hlusta á þjóðsöngin.  Í 25 mínútur héngum við í röðinni sem silaðist áfram hægar en brekkusnigill. Orsökin var bilun í miðaskannarum og öryggisgæsla. Var stikamerkið rifið af miðanum. Þegar inn var komið, voru 7 mínútur liðnar af leiknum. Ótrúlega léleg þjónusta. Þá hófst leitin að sætunum. Eftir að hafa spurt nokkra vísbendingaspurninga fundust sætin þrjú. Það hefði nú mátt merkja hólfin betur. Það kunna Tjallarnir. Í hamagangnum missti ég af því að eignast leikskrá og gekk illa að þekkja suma íslensku leikmennina.

Ísland átti nokkur ágæt færi sem ekki nýttust. Skyndilega kom skoskt mark upp úr hornspyrnu. Tók þá Tartan Army vel við sér.  Einn ungur Skoti sat einmanna stutt frá okkur og hafði hægt um sig. En nokkrir spiluðu á sekkjapípur og var það flottur hljómur.

Ekki höfðu Íslendingar trú á að Kjartan markvörður myndi verja vítið, þrír hvítklæddir Skotar voru komnir inn í teiginn. Það var óheppilegt. Staðan orðin 0-2. 

Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson átti fínan leik á vinstri og gaman að fylgjast með honum í síðari hálfleik. Íslenska liðið spilaði ágætlega, en nýttu ekki færin.

Dómarinn belgíski var dapur og fékk oft rauða spjaldið frá áhorfendum. Hann átti það skilið. Stoppaði flæðið í leiknum.

Eftir þetta tap, er orðið erfitt að komast til S-Afríku og vinna Heimsmeistaratitilinn!


mbl.is Skotar unnu nauman sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. september 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 236912

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 83
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband