Upplýsingagáttir þoldu álag

Þegar váglegir atburðir gerast þyrpast netverjar á upplýsingagáttir. Ég fylgdist með helstu upplýsingáttum og var svartími yfirleitt góður.  Vefur Veðurstofunnar, var lengi í birta upplýsingar strax eftir Suðurlandsskjálfta en með þolinmæði komu upplýsingar sem leitað var eftir. Á tímabili datt hann út en kom svo inn aftur mjög öflugur.

Stóru fréttagáttirnar, visir..is, mbl.is og ruv.is höfðu góðan svartíma og hikstuðu eigi. Öflugir vefþjónar og góð bandvídd er lykillinn að þessum góða svartíma. Eflaust hefur metdagur komið hjá fréttagáttum í dag.


Er þetta eftirskjálfti Suðurlandsskjálfta 2000

Árið 1896 komu Suðurlandsskjálftar upp á 6,5 til 6,9 stig. Árið 1912 reið yfir Suðurland jarðskjálfti sem var 7,0 stig.   Er mögulegt að þessi skjálfti í dag sé eftirskjálfti Þjóðhátíðarskjálftans?

Þetta eru hrikalegar fréttir, óhuggulegt að heyra sírenuvæl í útvarpinu í útsendingu frá Selfossi. Það er nokkuð mikið adrenalín í skrokknum mínum. Vonandi hafa ekki orði alvarleg slys á fólki.

Jardskjalfti290508-2

Heimild:  vedur.is


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

S og P bylgjur

Hann var stór vörubíllinn sem fór framhjá mér rétt áðan. En við nánari athugun var þetta jarðskjálfti, líklega ættaður úr Ingólfsfjalli.  Þetta voru tvær bylgjur, skjálftinn stóð yfir í um 20 sekúndur og fann maður fyrir S og P bylgjunum.

Fyrr í dag, kl. 14.41 varð jarðskjálfti af stærð um 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km NV af Selfossi.

Hvar varst þú þegar Ingólfsskjálftinn reið yfir?

Finnst RÚV ekki fá fréttir nógu markvisst.Jardskjalfti290508


Bloggfærslur 29. maí 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 236938

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband