Súkkulaðifóturinn öflugur hjá Van Persie

Maður verður að vera sáttur við niðurstöðu leiksins fyrst hann þróaðist svona. Dómarinn Howard Webb með misræmi í dómum og merkilegt að hann skuli vera talinn besti dómari Englendinga. Dómaraklassinn ekki hár í því landi.

Hollendingurinn Robin Van Persie skoraði glæsilegt mark með súkkulaðifæti sínum. Efir góðan snúning og undirbúning frá Nasri.

 Á visir.is fyrr í mánuðinum mátti lesa þessa frétt um Persie og skúkkulaðifótinn.

"Jákvæð hugsun er lykillinn fyrir mig. Ég veit að ég get skotið með hægri. Auðvitað er sá vinstri betri, en þetta snýst allt um trú manns á lakari fætinum. Í Hollandi köllum við hann súkkulaðifótinn," sagði Van Persie í samtali við Daily Telegraph.

Markið sem Liverpool skoraði kom eftir einbeitningarleysi. Stór hluti af liði Arsenal hafði dregið sig fram á völlinn vegna reikistefnu um tilurð innkastsins. Ein löng sending og mark. 

Brottrekstur Adebayor var harður dómur en hann kveikti baráttuanda í mönnum. Arsenal gengur oft vel, manni færri.

Verstu fréttir leiksins voru meiðsl fyrirliðans Fabregas eftir tæklingu við Alonso. Þulir á Sky höfðu eftir læknum að viðgerð á fæti Spánverjans tæki 6 til 8 vikur.  Spánverjar eru Spánverjum verstir.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona gerast kaupin á Hesteyrinni!

Vona ég að rannsóknablaðamenn fjalli um Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf  og gefi lesendum sínum nánari upplýsingar um þetta athyglisverða félag en það hefur tölt mjög hljóðlega um markaðinn.  

Eindarhaldsfélagið Hesteyri var stofnað árið 1989 og var tilgangur félagsins þá: Leiga atvinnuhúsnæðis. Síðan hefur verið mörkuð ný stefna eftir 21. nóvember 2002 og félagið komið í rekstur og starfsemi eignarhaldsfélaga. Hættir í leiguharkinu.

Í Frjálsri verslun um haustið 2002 er athyglisverð úttekt á Hesteyri og ber greinin nafnið: “Hófadynur Hesteyrar”.   En þar er flóknum kapli eiganda lýst. Var eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf, lykilfélag í kaupum S-hópsins á Búnaðarbanka Íslands.   Komu þar við sögu félög sem heita Ker, S-hópur, Straumur, Norvik (móðurfélag BYKO), VÍS  og auk Hesteyrar sem flækja svo málið í valdabaráttu milli tveggja Framsóknarkónga,  Þórólfs Gíslasonar og Ólafs Ólafssonar.

Í lok greinarinnar í Frjáls verslun stendur:

“Það verður að að segjast eins og er að þetta er ein mesta leikflétta í íslenskum viðskiptum í áraraðir og verðskuldar Þórólfur Gíslason sannarlega athygli fyrir vikið. Gleymum ekki þætti
Hornfirðingana í þessu máli, þeir eiga Hesteyri með Skagfirðingum.” 


mbl.is Ekkert jafnræði hluthafa VÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að ofþennslunni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kvað upp þann dóm að upphafið af ofþenslunni megi rekja til Kárahnjúkavirkjunar. Loksins, loksins fékkst það staðfest. Hins vegar voru margir búnir að vara við þessari leið. Ekki var hlustað á þær raddir. Stóriðjuflokkarnir tveir réðu. Við kusum þetta yfir okkur. Það er annars merkilegt að fólk skuli ekki læra af reynslunni. Enn eru til þingmenn sem vilja planta álverum um allt land og stækka þau sem fyrir eru. Næsta kreppa sem við Íslendingar fáum í hausinn þegar við verðum búin að hrista af okkur bankakreppuna verður álkreppa. Það borgar sig ekki að hafa öll áleggin í sömu körfu.

Í Fréttablaðinu í gær stendur:  "Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland."

Þar segir: "Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum."

Við hefðu betur hlustað á náttúruna og tekið mark á boðskapnum sem var við Rauðuflúð við Jöklu í júlí 2005.  Ekki virkja, stóð þar stórum steinstöfum. Nú er þetta svæði komið undir kalt jökulvatn. 

 

Ekki virkja


Bloggfærslur 21. desember 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 236883

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband