Færsluflokkur: Heilbrigðismál
5.8.2024 | 10:12
Bensínkvíði
Er staddur í Færeyjum í sumarfríi og markmiðið er að ganga á sem flest fjöll í ægifagri náttúru 18 eyja er mynda Færeyjar.
Til að komast á milli fjallstinda, en 340 fjöll eru hærri en 100 metrar að hæð, þá var leigður bíll. Leitin beindist að vistvænum bíl en það fannst enginn. Þeir geta gert betur Færeyingarnir í sjálfbærni.
Því varð jarðefnabíll fyrir valinu og þá helltist yfir mann jarðefnakvíði. Að þurfa að fylla á tankinn en því fylgir ekki góð tilfinning í hamfaraástandi.
Einnig spurning um hvort bíllinn gengi fyrir bensíni eða dísel en það var sem betur fer vel merkt þegar lokið var opnað. Bensín stóð þar á grænum miða.
Bensínkvíði og loftslagsógn eru tvær hliðar á sama peningi, þar sem báðar tilfinningar stafa af þörfinni fyrir að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Í gær rann svo upp dæludagurinn og var það mikil áskorun að dæla á leigubílinn, 95 oktana E10 bensíni, því ekki var boðið upp á þjónustu á bensínstöðinni. Það tókst að dæla á bílinn en leiðbeiningar voru góðar.
Þegar heimabankinn var skoðaður í morgun, þá helltist aftur yfir mig bensínkvíði. Upphæðin var tvöföld. Þetta er grimmur jarðefnaheimur sem við lifum í.
Hér er gengið niður í Hvannhaga á Suðurey. Litli Dímon blasir við í allri sinni dýrð.
14.7.2021 | 15:53
Hringun 35 stærstu vatna höfuðborgarsvæðisins í heimsfaraldri
11.2.2016 | 14:37
Að deyja úr frjálshyggju
Þær safnast undirskriftirnar hjá endurreisn.is. Það styttist í 70 þúsund manna múrinn verði rofinn.
Ég lenti í lífsreynslu í sumar og þurfti að leita á náðir heilbirgðiskerfisins og eru það ný lífsreynsla fyrir mér en hef náð áratug án þess að þurfa að leita læknis.
Skrifaði grein á visir.is: Frá Kverkfjöllum til Tambocor, þriggja mánaða krefjandi ferðalag.
Að leggja fjármagn í heilbirgðiskerfið er fjárfesting en ekki útgjöld. Hvert mannslíf er verðmætt. Um hálfur milljarður!
Hér á landi vantar lækna. Það vantar hjúkrunarfólk. Það vantar fjármagn, kærleik og skilvirkt heilbrigðiskerfi. Það vantar góða stjórnmálamenn. Það vantar rétta forgangsröðun. Það er vísvitandi verið að brjóta heilbrigðiskerfið niður innanfrá. Það er verið að undirbúa innrás frjálshyggjunnar.
Heilbrigðiskerfið á Íslandi er eflaust á heimsmælikvarða fyrir heilbrigt fólk, en þegar reynir á kerfið eru biðlistarnir langir. Þeir eru í boði stjórnvalda. Þau bera ábyrgð á stöðunni. Fagfólkið á spítalanum gerir sitt bezta.
Við skulum von að okkur Íslendingum takist að endurreisa heilbrigðiskerfið og hafa sambærilegt heilbrigðiskerfi og hin Norðurlöndin búa við til að vernda okkar mikilvægust eign, heilsuna.
Vonandi deyr enginn úr frjálshyggju.
5.10.2015 | 14:44
Orkulausir Manchester-menn
Í febrúar á því góðærisári 2007 fór ég í knattspyrnuferð til London og heimsótti Emirates Stadium. Boðið var upp á skoðunarferð um hinn glæsilega leikvang. Þegar búningsklefarnir sem voru glæsilegir og rúmgóðir voru skoðaðir sagði hress leiðsögumaður okkur skemmtilega sögu af leik Arsenal og Manchester United sem hafði farið fram í mánuðinum áður.
Í leikhléi fengu leikmenn Manchester ávallt banana sendingu frá ávaxtafyrirtæki í London. Snæddu leikmenn þá í leikhléi til að hlaða batteríin. Svo óheppilega vildi til að birginn tafðist á leiðinni og komst sendingin of seint. Síðari hálfleikur var hafinn. Leikar voru jafnir í hálfleik. Rooney kom gestunum yfir í byrjun síðari hálfleiks en tvö mörk í lokin hjá Arsenal frá Robin van Persie (83) og Henry (90) skópu sigur Arsenal. Runnu leikmenn Manchester út af orku? En bananarnir voru skildir eftir í búningsklefanum, óhreyfðir.
Bananar eru mjög næringarríkir, meðal annars er mikill mjölvi í þeim auk þess sem þeir eru mettandi. Þeir eru líka mikilvæg uppspretta vítamína og í þeim er mjög mikið af steinefnum. Svo er mjög einfalt að nálgast ávöxtinn, hýðið rennur af. Frábær hönnun hjá náttúrinni.
Í stórleiknum í gær var byrjunin skelfileg hjá Manchester mönnum og var uppskeran 0-3 tap. Skyldi ávaxtabirginn með bananasendinguna hafa komið of seint? Eða er orsökin sú að í vörn United voru leikmenn, young, small og blind!
Arsenal valtaði yfir Manchester United | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2013 | 17:10
Sjálfbærni og heilsufarsmælingar
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2013 | 19:49
Er heilbrigðiskerfið að hrynja?
Hlustaði á Silfur Egils í dag eftir 60 mínútna göngu í Lífshlaupinu. Settist fullur af lífskrafti niður og hlustaði á álitsgjafa. Spurning dagsins hjá Agli var hvort heildbrigðiskerfið væri að molna niður. Benti Egill meðal annars á uppsagnir og neikvæðar fréttir um heilbrigðismál. Hjá sumum álitsgjöfum var eins og heimsendir væri í nánd en aðrir voru bjartsýnni.
Í 40 ár hef ég lesið blöð og fylgst með fréttum. Ég man ekki eftir tímabili í þessa fjóra áratugi án þess að einhverjar neikvæðar fréttir hafi komið frá heilbrigðisgeiranum. Léleg laun, léleg aðstaða og léleg stjórnun. Ávallt hafa verið uppsagnir heilbrigðisstarfsfólks til að ná fram kjarabót.
Ég tók því til minna ráða og leitaði upp nokkrar uppsagnafréttir í gegnum tíðina. Allt hefur þetta endað vel. Sjúkrahúsin hafa bjargað mannslífum á degi hverjum og þjóðin eldist.
Allir eru að taka á sig afleiðingar hrunsins 2008 og það má vera að það sé komið að þolmörkum hjá einhverjum hópum innan heilbrigðisgeirans en heilbrigðiskerfið er ekki að hrynja. Þessi söngur hefur áður heyrst.
Morgunblaðið | 30.04 2008 | þegar uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga taka gildi 1. maí | |||||||
DV | 20.12.2003 | frestað Uppsagnir starfsmanna á Landspítala | |||||||
Fréttablaðið | 23.11.2002 | Annríki hefur verið mikið og bæjarfélög á Suðurnesjum hafa verið án læknis að mestu eftir uppsagnir lækna þar. | |||||||
DV | 15.04.2002 | uppsagnir lækna | |||||||
Morgunblaðið | 20.10.2001 | Uppsagnir sjúkraliða eru mikið áhyggjuefni og því verður að vinna að lausn kjaradeilunnar | |||||||
Morgunblaðið | 03.11 1998 | Uppsagnir meinatækna á rannsóknarstofum Landspítalans í blóðmeina- og meinefnafræði | |||||||
Morgunblaðið | 20.05.1998 | Ríkisspítala og hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en um 65% þeirra hafa sagt upp starfi | |||||||
Tíminn | 02.02.1993 | Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður drógu uppsagnir sínar til baka | |||||||
Þjóðviljinn | 26.08.1986 | Sjúkraþjálfar Uppsagnir framundan Yfirlýsing frá sjúkraþjálfum | |||||||
Morgunblaðið | 19.05.1982 | uppsagnir lagðar formlega fram | |||||||
Tíminn | 02.10.1976 | hjúkrunarfræðinga hjá Landakotsspítala og Borgarspítala, en það reyndist ekki unnt. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga | |||||||
Vísir | 04.04.1966 | Læknarnir sögðu sem kunnugt er upp í nóvember og desember og áttu uppsagnir þeirra að taka gildi í febrúar og marz |
Eins og sjá má, þá tók ég af handahófi 12 fréttir á þessum fjórum áratugum. Alltaf er þetta sama sagan. Heilbrigðisþjónustan snýst nú samt.
En það sem þarf að ráðast í er að efla forvarnir. Fá fólk til að hreyfa sig. Minnka sykurát þjóðarinnar en sykursýki 2 er tifandi tímasprengja. Einnig er þjóðin yfir kjörþyngd. Þessi flóðbylgja á eftir að kalla á fleiri lækna og meiri kostnað. Því þarf þjóðin að hugsa sinn gang, annars hrynur heilbrigðiskerfið.
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010 | 17:50
Paragvæ hóf vítaspyrnukeppnina
Einnig áttu þeir það meira skilið m.v. hvernig leikurinn spilaðist.
Mér finnst það lið sem hefur vítaspyrnukeppni vinna oftar, það væri gaman að fá spekinga til að fara í gegnum tölfræðina.
Af hverju, ein skýring er sú að þegar mark kemur úr fyrstu vítaspyrnu þá er meiri pressa á næsta leikmanni.
Spánn fær ekki erfiðan leik í fjórðungsúrslitum spái ég.
Paragvæar lögðu Japani í vítaspyrnukeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2009 | 23:52
Mengun
Gekk í vinnuna í kyrra og fallega veðrinu og snjónum í morgun með iPod í eyranu. Var að kryfja lagið "White As Snow", sem er hugljúft gítar og hljómborðslag frá U2. Það átti vel við á leiðinni upp úr Fossvoginum. Þegar ég kom að gatnamótun Bústaða- og Réttarholtsvegar áttaði ég mig á því hvað dagurinn bæri í vændum. Mengun.
Svifrik sveif yfir götunni og koltvísýringur frá bílunum fylgdi með. Alla leið niður í lungu.
Hvílík rústun á fallegum degi. Ég passaði mig að draga sem minnst andann þegar ég þrammaði yfir götuna. Mér var hugsað til lagsins sem hljómaði í eyrum mér en boðskapur dagsins var orðinn, "Black As Sand".
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar