Færsluflokkur: Umhverfismál
31.12.2014 | 15:39
Holuhraun og Bárðarbunga
Eldgosið í Holuhrauni og jarðskjálftahrina í Bárðarbungu var ein af fréttum ársins. Stefnan er að heimsækja Holuhraun næsta sumar og ganga á Tungnafellsjökul ef mögulegt. Mikið af glæsilegum myndum voru teknar af gosinu í Holuhrauni og fóru um samfélagsmiðla um allan heim.
Leitarniðurstöður á Google sýna hvenær sjónarspilið stóð sem hæst. Mestur fjöldi var 17,6 milljónir en er tæplega 500 þúsund núna. Bárðarbunga byrjaði í 16.100, fór hæst í rúmlega 3 milljónir og er í kringum 600 þúsund um áramót. Eldgosið heldur hægt og hljóðlega áfram, aðeins brennisteinsdíoxíð (SO2) er til ama í hægviðri.
Leitarniðurstöður á Google. Jarðskjálftahrinan hófst 17. ágúst og fyrsta hraungosið í Holuhrauni 29.ágúst. Þann 13. október er hátindurinn en nokkur loftmengun í höfuðborginn á þessum tíma.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.12.2014 | 13:28
Héðinshöfði og Tungulending
Héðinshöfði og Tungulending, 31. júlí.
Fyrirhugaðri ferð um Tunguheiði var frestað vegna úrhellis. Það rigndi svo hressilega við Fjöllin.
Við Tungulendingu er hægt að sjá Tjörneslögin og var það mikil upplifun, þó ekki hafi fundist loðfíll en mikið um skeljar. Athyglisvert verkefni sem grásleppuskúrinn er að fá, breyting í gistiheimili, hvað annað.
Síðan var gengið um Héðinshöfða og horft á hvalafriðunarskipin sigla með ferðamenn. Einnig skoðuð eyðibýli sem sjórinn er að ná. Hlúð að særðri kind sem flæktist í neti og rætt um lundaveiði í Lundey. Tekin fyrir nokkur stökk úr Njálu. Að lokum var minnisvarði um Einar Benediktsson, skáld og athafnamann heimsóttur en hann bjó með föður sínum á bænum Héðinshöfða í nokkur ár. Síðan var haldið til Húsavíkur og Gamli Baukur styrktur meðan fylgst var með hvalafriðunarbátum koma og leggja frá bryggjunni. Skemmtileg vísindaferð um Tjörnes.
Tungulending. Endurbygging í gangi. Mjög svalur staður.
Héðinshöfði og háflóð. Fínt fyrir "surfing". Brimbrettið gleymdist.
31.12.2014 | 12:11
Inn yfir fjall: Fnjóskadalur Bárðardalur
Inn yfir fjall: Fnjóskadalur - Bárðardalur, 30. júlí
Gekk inn yfir fjall í dag. Frá Sörlastöðum í Fnjóskadal að Stóruvöllum í Bárðardal. 16 km ganga, 21.072 skref og 1.240 kkal brenndar eða 10 bananar. Gangan hófst í 250 m í 600 m og endað í 214 m. Vel vörðuð leið.
Bárðardalur er einhver lengsti byggði dalur á Íslandi. Hann er fremur mjór, með allbröttum, grónum, klettalausum hlíðum
Dætur Bárðardals við lykilvörðu á Vallnafjalli vestan megin í Bárðardal. Skjálfandafljót rennur eftir dalnum og Valley í Fljótinu. Hlíðskógar er bærinn.
Holuhraun
Héðan sést til Holuhrauns en það var göngumönnum algerlega óþekkt enda hálfur mánuður í að jarðskjálftar hæfust í Bárðarbungu og mánuður í eldgos í Holuhrauni.
Vallnafjall er slétt að ofan og greiðfært. Lá alfaraleið yfir það frá Stóru-Völlum í Bárðardal og að Sörlastöðum í Fnjóskadal. Var hún allmikið farin áður, hæð þar um 600 m y.s., og komið niður i Hellugnúpsskarð að norðan, allnokkru innan við Sörlastaði. Leið þessi er um 15 km milli bæja og ágætlega fær á hestum. (bls. 22, Landið þitt Ísland, U-Ö)
25.9.2014 | 13:14
Hrafnagjá
Hrafnagjá er ekki vel þekkt. En hún er stutt frá Vogum og minnir á Þingvelli með Almannagjá sem miðpunkt.
Hrafnagjá er tilkomumikil ofan við Voga, með háu hamrabelti sem snýr til fjalla. Hún er mjög djúp á köflum og nokkuð breið milli bakka. Besta upp- og niðurgangan í Hrafnagjá á þessum slóðum er um Kúastíg. Ofan hans á gjárbarminum eru þrjár vörður; Strákar.
Talið er að þær hafi verið nefndar svo vegna þess að þrír strákar, kúasmalar, úr Vogum hafi dundað við að hlaða upp fáeinum steinum, sem síðar voru kenndir við þrjá Stráka. Kúastígurinn hefur eflaust verið notaður af selfólki úr Vogunum og e.t.v. hafa verið kúahagar á grasbölunum við ofanverða gjána.
Hrafnagjá er á köflum mjög djúp, minnir á Almannagjá en er þrengri.
Síðan var stefna tekið yfir Huldur, þarna eru víða sprungur er leyna á sér. Komið að Hulugjá en þær eru tilkomuminni en Hrafnagjá.
Hrafnagjá er af mörgum talin fallegri en Almannagjá.
Vörðurnar Strákar við Hrafnagjá. Gengið niðu um Kúastíg. Keilir í fjarlægð.
Dagsetning: 24. september 2014
Hæð stígs: Lægst: 14,3 m og hæst: 48,6 m.
GPS hnit Vogaafleggari: (N:63.58.395 - W:22.21.462) 23 m.
Heildargöngutími: 90 mínútur (19:10 - 20:40)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd: 4.0 km
Skref: 6.200
Orka: 363 kkal eða 3 bananar.
Veður kl. 19 Keflavík: Skýjað, SV 10 m/s, 8,2 °C. Raki 97%. Skyggni 25 km. Skúrir.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 7 manns.
GSM samband: Gott 4G samband.
Gönguleiðalýsing: Mosavaxið gróft hraun. Gengið meðfram Hrafngjá sem liggur samhliða Reykjanesbraut. Áfram er haldið að Huldum og Huldugjá.
Gönguleiðin, 4 km alls. Keyrt eftir Reykjanesbrautinni að gatnamótunum að Vogum. Lagt við hringtorgið.
Gengið um kílómeter að Hrafnagjá og meðfram henni. Síðan yfir jarðsigið Huldur að Huldugjá.
Heimild:
Ferlir.is - Kánabyrgi Viðaukur Heljarstígur Huldur - Kúastígur - Hvíthólar
Umhverfismál | Breytt 3.1.2015 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2014 | 22:17
Tóarstígur
Í Afstapahrauni upp af Kúagerði eru sjö gróðurvinjar sem kallaðar eru Tóur á milli þeirra liggur göngustígur sem heitir Tóarstígur. Stígurinn liggur áfram inn að Höskuldarvöllum en endað var við svokallaða Seltó.
Flestir fara sömu leið til baka en á GPS mæli var slóði út í viðkvæmt hraunið. Eflaust í einhverja tilraunarborholu fyrir tíma umhverfismats. Við leituðum slóðann uppi og komum inn á veginn að Höskuldarvöllum.
Tóurnar sem eru sjö. Þar var haglendi sæmilegt og er talið að þarna hafi vermenn eða útróðramenn haldið hestum sínum á vertíðum.
Stefna Tóarstígs er að Keili og sást hann oftast og bar af í hrauninu. Mikið sjónarspil i birtunni. Skúraský börðust við sólarljósið og myndaði dulúðlega birtu. Mikið gengið í hrauni og mosa. Skúr helltist yfir okkur í nestispásunni og myndaði glæsilegan regnboga.
Hraunið gleypir alla úrkomu og því er vatn vandfundið á svæðinu, því hefur vistin verið erfið í selinu ef menn og skepnur hafa búið þar um tíma.
Tó þrjú er talsvert minni en þar er mikið jarðfall eða ker, Tóarker, er þar gott skjól.
Dagsetning: 3. september 2014
Hæð stígs: Lægst: 24,3 m og hæst: 91,4 m.
GPS hnit gryfjur: (N:64.00.305 - W:22.10.274)
Heildargöngutími: 150 mínútur (19:10 - 21:40)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd: 8.8 km
Skref: 11.116
Orka: 611 kkal eða 5 bananar.
Veður kl. 21 Keflavík: Skýjað, N 1 m/s, 9,8 °C. Raki 93%. Skyggni 30 km. Gambur.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 26 manns.
GSM samband: Gott 4G samband.
Gönguleiðalýsing: Mosavaxið hraun, stígur ógreinilegur á köflum.
GPS-kort sem sýnir leiðina og neðra sýnir hæð og gönguhraða. Nestisstopp um miðja ferð. Gefið í í myrkrinu á veginum að Höskuldarvöllum.
Heimild:
Ferlir.is: Kúagerði - Afstapahraun
30.5.2014 | 14:42
Fiskidalsfjall (214 m) og Festarfjall (201 m)
Ekið til Grindavíkur og beygt inn á Suðurstrandarveg að námum við Fiskidalsfjall. Þaðan gengið upp suðurhlíðar fjallsins og til norðausturs eftir fjallsbrúninni. Stefnan var síðan tekin að Skökugili og rótum Festarfjall. Eftir nestisstopp var fjallið klifið og útsýnisins yfir Atlantshafið notið.
Þorbjörn er mest áberandi af Fiskidalsfjalli sem og nágranninn Húsafjall en fell í örnefnum eru ekki vel séð þarna. Sjómannabærinn snyrtilegi, Grindavík með allan kvótann sést vel.
Þegar gengið er upp Fiskidalsfjall sést malarnám vel og einnig að þarna hefur verið hluti var varnarsvæðinu í Kalda stríðinu. En rústir eftir möstur og hlustunarstöð sjást berlega milli Húsafjalls og Fiskidalsfjalls. Einnig eru margar fornleifar.
Festarfjall horfði glaðlega mót göngufólkinu. Það var eins og það væri að segja: Nú er gaman! Nú er gaman! . En Fiskidalsfjall var þungbúið, eins og það væri að hugsa: Gamanið er stutt.
Festarfjall er hálft fjall, minnir á Hestfjall. Rúst eldfjalls sem Ægir er sem óðast að brjóta niður. Báðum megin þess eru þykk lög úr svartri ösku sem orðin er að föstu bergi.
Berggangur liggur í gegnum Festarfjall og er Festi (Tröllkonu-festi) sú er fjallið tekur nafn af.
Fjöllin tvö að mestu úr bólstrabergi. Einnig er í því móberg, brotaberg og grágrýtisberggangar. Tveir slíkir mynda festina.
Ljómandi útsýni er af Festarfjalli en víðsýni ekki mikið. Eldey sem minnir á Ellý Vilhjálms ber af í hafinu vestri. Sýrfell í gufustrókum á Reykjanesinu. Fagradalsfjall og Stóri-Hrútur sem minnir á Keili í norðaustur. Langihryggur densilegur og ber nafn með rentu. Kistufell og Geitahlíð árennileg og risarnir, Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í austur með Tindfjöll sér til halds og trausts.
Húsafjall og Hrólfsvík ásamt Þórkötlustöðum og sægreifaþorpið Grindavík séð frá Festarfjalli. Ganga þurfti yfir malbikaðan Suðurstrandarveg milli fjalla.
Dagsetning: 28. maí 2014
Hæð Fiskidalsfjalls: 214 m
Hæð Festarfjalls: 201 m
GPS hnit varða á Fiskidalsfjalli: (N:63.51.562 - W:22.21.961)
GPS hnit varða á Festarfjalli: (N:63.51.434 W:22.20.246)
Hæð í göngubyrjun: 22 metrar (N:63.51.138- W:22.21.804) hjá malarnámu.
Hækkun: 250 metrar (192 + 58 metrar)
Uppgöngutími Fiskidalsfjall: 35 mín (19:30 - 20:05) 860 m ganga.
Heildargöngutími: 150 mínútur (19:30 - 22:00)
Erfiðleikastig: 1 skór
Vegalengd: 6 km
Skref: 7.517
Veður kl. 21 Grindavík: Alskýjað, SV 6 m/s (7-9 m/s), 9,1 °C. Raki 84%. Gambur.
Þátttakendur: Útivistarræktin, 41 manns með fararstjórum.
GSM samband: Nei, ekki hægt að ná 4G í byrjun, í suðurhlíðum Fiskidalsfjalls en gott eftir það.
Gönguleiðalýsing: Brött byrjun í malarnámu við rætur Fiskidalsfjalls. Síðan melar og mosi, yfir malbikaðan Suðurstrandarveg að Siglubergshálsi og þaðan á Festarfjall. Þéttbýli, þjóðvegur og haf, með útsýni um eldbrunnið land.
Húsafjall og Fiskidalsfjall séð frá Festarfjalli.
Heimildir:
Íslensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind, Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. M&M 2010.
Ferlir.is: http://www.ferlir.is/?id=4127
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2014 | 12:52
Kóngakrabbahátíð
Þær eru válegar fréttirnar um fyrsta kóngakrabbann sem veiddist á Breiðamerkurdýpi. Vonandi er krabbinn einfari en hann hefur slæm áhrif á lífríkið nái hann fótfestu.
Humarstofninn gæti tapað. Jafnvel hrunið.
Þessi heimsókn á ekki að koma á óvart. Mannfólkið mengar umhverfið. Íslendingar eiga stærsta kolefnisfótsporið. Loftslagsbreytingar, eru metnar sem ein mesta samfélagsógn 21. aldar.
Höfin eru að hitna og súrna. Heimshöfin taka við um fjórðungi allrar losunar manna á koltvísýring með þeim afleiðingum að þau súrna og áhyggjur fara vaxandi af því að hafið sé ferli sem muni leiða til alvarlegra og óafturkræfra áhrifa á vistkerfi og fæðukeðju heimshafanna, allt frá svifdýrum til fisks.
Við skiptum ekki um kennitölu á sjónum.
Verður í framtíðinni haldin kóngakrabbahátíð á Hornafirði í stað humarhátíðar?

Fyrsti kóngakrabbinn sem veiðist í íslenskri lögsögu. Áhöfnin á Sigurði Ólafssyni veiddi krabbann og myndin er fengin af facebook-síðu sjómanna.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2014 | 13:20
Breiðdalshnúkur - Í fótspor Russel Crowe

Breiðdalshnúkur klifinn á annan í páskum. Russel Crowe sem leikur Nóa gekk hann í lok júlí 2012 en tökur á kvikmyndinni Noah voru teknar norðan við Kleifarvatn. Nóa páskaegg klárað og farið á myndina, Noah um Nóa gamla eftir göngu. Nóa nammi keypt á nammibarnum. Nói kemur víða við sögu.....
Það fer lítið fyrir Breiðdalshnúk á leitarvélum. Helst að heimsókn Russel Crowe hafi bætt við nokkrum leitarmöguleikum en tindurinn ber nafn sitt af Breiðdal sem er inn af honum og hnúkurinn er fastur við Lönguhlíð sem er í miklum fjallabálki.
Gengið upp snjólausan hrygg að snælínu en stoppað þar og ráðum háfjallagöngumannsins Ed Viesturs fylgt, að snúa við áður en það er orðið og seint. Því ísöxi og mannbroddar voru ekki með í för og snjórinn þéttur og varasamur.
Markmiðinu var náð, sama sjónarhorn og óskarsverðlaunaleikarinn náði og rómaði á Twitter-síðu sinni, aðdáendum til mikillar ánægju.
Til eru nokkur fjallanöfn kennd við erlenda afreksmenn. Wattsfell eða Vatnsfell, Lockstindur eða Lokatindur á Norðurlandi. Nú er spurning um hvort Breiðdalshnúkur fái nafnið Crowhnúkur!
Good view from the top of Breiðdalshnúkur - Stórleikarinn Russel Crowe með húfu í fánalitunum á Breiðdalshnúk og horfir yfir kvikmyndatökustaðinn í hléi. Myndin tekin 30. júlí 2012 af Chris Feather.
Dagsetning göngu: 21. apíl 2014, annar í páskum
Mesta hæð: 323 m, við snælínu
GPS hnit upphaf: 165 m (N:63.57.570 W:21.56.707)
GPS hnit snælínu: 323 m (N:63.57.301 - W:21.56.536)
Heildarhækkun: 158 metrar
Heildargöngutími: 90 mínútur (12:30 - 14:00)
Erfiðleikastig: 2 skór
Veður kl. 12 Selvogur: Skýjað, ASA 7 m/s, 5,0 °C. Raki 93%
Þátttakendur: Fjölskyldan á hreyfingu, 3 meðlimir
GSM og 3G samband: Já, enda mikið ferðasvæði. Stöðugt 3G-samband.
Gönguleiðalýsing: Gengið frá þjóðvegi, upp snjólausan móbergshrygg að snælínu.
Ari Sigurpálsson stoltur með húfu í fánalitum í 323 m hæð og horfir yfir leiksvið Hollywood-kvikmyndarinnar Noah. Kleifarvatn og Sveifluháls í baksýn.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2014 | 23:24
Um fjöll og hveri í Krýsuvík
Gangan hófst við Grænavatn sem er vatnsfylltur sprengigígur, friðað náttúruvætti rétt við veginn. Þar hófst saga náttúruverndar á Íslandi. Þaðan var gengið upp að Austurengjahver sem er með stærstu hverum á suðvesturlandi. Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver (Stórahver) við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur.
Frá hverasvæðinu var gegnið á Stóra-Lambafell til þess að njóta útsýnis yfir hið dularfulla Kleifarvatn bústað skrímsla og heimkynni hvera. Á bakaleiðinni var komið við á Litla-Lambafelli sem er litlu lægra en minna um sig. Á meðan gengið var upp Litla Lambafell, þá var Gísli Marteinn að þjarma að Sigmundi forsætisráðherra í þættinum sínum, Sunnudagsmorgunn. Frægt viðtal.
Síðan var haldið niður að Grænavatni á ný og nú arkað til suðurs að Bæjarfelli og gengið á það. Undir fellinu eru rústir hins forna kirkjustaðar í Krýsuvík og þar settust göngumenn niður og fengu sér nesti og rifjuðu upp merka sögu staðarins.
Listmálarinn Sveinn Björnsson bjó lengi þarna og hvílir hann þar.
Frá Bæjarfelli er steinsnar yfir að Arnarfelli og var þessum netta hring lokað með því að ganga á það áður en haldið var að Grænavatni á ný. Arnarfell er formfegurst fellana enda leikmynd í stórmyndinni Flags of Our Fathers and Letters from Iwo Jima frá 2006. Arnarfell er eitt þeirra örnefna sem ber dýraheiti, s.s. Geitafell, Grísafell, Hafursfell, Hestfjall, Hrútafjöll, Rjúpnafell og Sauðafell.
Þegar komið er á topp Arnarfells er lítil varða, og þar er hægt að sjá hlaðna garða mjög forna en mikil eldvirkni var á Reykjanesi um 1100 og gæti nýtt tímabil verið að hefjast. Gestabók er á Arnarfelli og hvernig væri að reisa fána þar? Hvað um skjöld um Hollywood kvikmyndirnar?
Alls er þetta 13 km löng ganga með viðkomu á fjórum lágum fellum og en samanlögð hækkun um 350 metrar.
Vagga ferðaþjónustu hófst á svæðinu á 19. öld en ferðamenn fóru dagleið frá Reykjavik að hverunum í Seltúni og Hveradölum í Krýsuvík.
Göngufólk á Bæjarfelli. Arnarfell, Krýsuvíkurhraun, Eldborg og Geitahlíða sjást.
Dagsetning: 16. febrúar 2014
Mesta hæð: 239 m, Stóra-Lambafell
GPS hnit Grænavatn: 166 m (N:63.53.155 W:22.03.441)
GPS hnit Stóra-Lambafell: 239 m (N:63.53.923 - W:22.01.848)
GPS hnit Litla-Lambafell: 237 m (N:63.53.481 W:22.02.095)
GPS hnit Bæjarfell: 221 m (N:63.52.226 W:22.04.170)
GPS hnit Arnarfell: 205 m (N:63.51.857 W:22.03.126)
Heildarlækkun: 350 metrar
Heildargöngutími: 5,5 klst, 330 mínútur (10:00 - 15:30)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 13,0 km
Skref: 18,631 og 1.087 kkal
Veður kl. 12 Bláfjallaskáli: Heiðskýrt, A 13 m/s, -7.5 °C. Raki 64%
Veður kl. 12 Selvogur: Heiðskýrt, NA 9 m/s, -2,8 °C. Raki 51%
Þátttakendur: Ferðafélag Íslands, gengið á góða spá, 66 félagar
GSM og 3G samband: Já, enda mikið ferðasvæði. Stöðugt 3G-samband.
Gönguleiðalýsing: Gengið að hluta eftir merktum stíg, Dalaleið að hverum og Lambafellum. Síðan eftir þýfði Krýsuvíkurmýri að Bæjarfelli og Arnarfelli. Fallegur fjögra fella hringur.
Heimildir:
Ferlir.is - Grænavatn-Austurengjahver-Krýsuvíkurbjarg-Arnarfell-Augun
Ferlir.is - Örnefnið Krýsuvík
19.3.2014 | 16:43
Fellaþrenna: Helgafell (340 m) Valahnúkar (205 m) Húsfell (295 m)
Rétt innan við Hafnarfjörð standa nokkur fell úti í hrauni. Lagt var frá Kaldárseli og gengið sem leið lá upp á Helgafellið. Þaðan var haldið niður á við og gengið á Valahnjúka. Komum við í Valabóli og Músahelli áður en Húsfell var gengið.
Þegar gengið var upp Helgafell um gilið í miðju fellinu, þá heyrðist í þyrlu frá Norðurflugi. Þegar á toppinn var komið, þá var þyrlan lent á sléttum toppnum og mynduðu ferðamenn sig í bak og fyrir. Vakti hún verðskuldaða athygli en það blés vel um toppinn.
Mjög eftirminnilegt atvik í fjallgöngusögu minni en maður veltir fyrir sér reglum um lendingar hjá þyrlu í fólkvangi og kyrrð og ró fjallgöngumannsins. Það geta skapast hættur á fjöllum.
Eftir uppákomuna á Helgafelli var lagt á Valahnúka en þeir eru í beinni línu milli Helgafells og Húsfells.
Toppurinn á Valahnúkum er klettur og vaggaði hann en Valahnúkar eru taldir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum.
Frá vaggandi Valahnúk var haldið að Valabóli og orku safnað fyrir síðasta fellið, Húsfell.
Margt sér á miðju Húsfelli, Búrfellsgjá blá. Húsfell er umkringt hrauni sem er komið ofan úr Rjúpnadyngjum og á að hafa myndast á tímabilinu 900 - 1500.
Á toppi Helgafells í Hafnarfirði. Þyrla með fjallgöngufólk!
Dagsetning: 1. febrúar 2014
Kaldársel upphaf: 84 m (N:64.01.374 W:21.52.066)
Helgafell: 340 m - hækkun: 200 m
Húsfell: 306 m (N:64.01.591 W:21.47.947)
Valahnúkar: 205 m (N:64.01.192 W:21.50.118)
Heildarlækkun: Um 400 metrar
Heildargöngutími: 2,5 klst, 263 mínútur (10:07 - 14:30)
Erfiðleikastig: 2 skór
Vegalengd: 14,1 km
Skref: 18,874 og 1,257 kkal
Veður kl. 12 Bláfjallaskáli: Skýjað, austan 10 m/s. 4,5 °C hiti og 64% raki. Skyggni 50 km.
Þátttakendur: Ferðafélag Árnesinga, 32 félagar
GSM samband: Já, enda í útjaðri Hafnarfjarðar. Stöðugt 3G-samband.
Gönguleiðalýsing: Gengið eftir vel gengnu hrauni milli fella. Flott fellaþrenna.
Séð frá Helgafelli, yfir Valahnúka og yfir á Helgafell.
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 1
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 304
- Frá upphafi: 236784
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 240
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar