Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Google: Vinsældir Grímsvatna minnka en Eyjafjallajökull bætir við sig.

Þegar eldgosið í Grímsvötnum hófst þann 21. maí var eldstöðin lítt þekkt á jarðkúlinni og Google. Gosið var kröftugt í byrjun og þegar flugferðum var aflýst tók heimspressan við og Grímsvötn ruku upp í vinsældum.  Einnig tók Eyjafjallajökull við sér en vefmiðlar tóku að rifja upp samgöngur á síðasta ári.

Hér er línurit sem sýnir leitarniðurstöður á Google fyrir Grímsvotn, Eyjafjallajökul og hið alræmda IceSave mál.

Grímsvatnagos 2011

Eyjafjallajökull birti tæplega 500 þúsund leitarniðurstöður þegar Grímsvatnagosið hófst en Grímsvotn 137 þúsund. Síðan tekur hinn heimsfrægi Eyjafjallajökull við þegar fréttir berast af gosinu en þegar öskuský dreifir sér yfir Evrópu, þá tekur Grímsvatnagosið við sér. Þegar krafturinn hverfur úr því, þá dettur það niður en Eyjafjallajökull heldur sínu striki.

Hæsti fjöldi Eyjafjallajökuls mældist rúm 21 milljón í lok júní 2010.

Það sem veldur niðursveiflu leitarniðurstaðna á Google er að færslur hverfa af forsíðu fréttamiðla eða samfélagsmiðla og eru geymdar djúpt í gagnagrunnum.

Manngerðu hamfarirnar, IceSave, halda sínu striki lúra í 6 milljónum leitarniðurstaðna og Eyjafjallajökull hefur ekkert í þann bankareikning að gera.

Til samanburðar þá er Ísland með 45 milljónir, Iceland með 274 milljónir og japanska kjarnorkuverið Fukushima með 77,5 milljónir leitarniðurstaðna.


Skaftfellingur og Skaftafell

Var að horfa á heimildarmyndina Skaftfellingur eftir Helga Felixson. Var hún frekar hæg og fjallaði meira um nýjan þjóðveg til Víkur en um skipið, sem var mikil samgöngubót á sínum tíma.

Þegar ég horfði á heimildarmyndina, rifjaðist upp fyrir mér þegar frystiskipið  Skaftafell kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Hornafjarðar. Ég mundi ekki hvaða ár en ég man vel eftir þessum degi. Þá var mikið tilstand á Hornafirði og öllum bæjarbúum boðið til veizlu. Ég mundi að það var einnig fallegt veður þennan dag. Til að rifja þessa minningu upp, þá fór ég á timarit.is og leitaði upplýsinga.

Það kom mér á óvart að þetta var árið 1971, þá var ég 6 ára og einnig árstíminn en sumarveður var dag þennan á Hornafirði.

Mogginn birti frétt daginn eftir hátíðarhöldin, í sunnudagsblaðinu en Elías, líklega Elli lögga, skrifaði hana. Hann var því á undan Tímanum sem birti miklu stærri frétt á þriðjudeginum eftir hátíðarhöldin. Enda var Tíminn málgagn Framsóknarflokksins og SÍS.

Skipadeild SÍS með m/s Skaftafell í flotanum varð síðan að Samskipum og byggði Ólafur Ólafsson í Samskipum veldi sitt á flutningum. Það hefur þurft að afskrifa milljarða út af útrásarævíntýri Óla. Maður hefði kannski ekki átt að fagna flutningaskipinu svo vel fyrir nærri 40 árum!

Morgunbladid031071 Frétt í Morgunblaðinu 3. október 1971.

Tíminn051071

 

Á forsíðu Tímans, 5. október 1971, var mynd af Skaftafelli og frétt af Ólafi Jóhannessyni að vinna pólitískt afrek. Á bls. 2 var heilmikil frétt um komu m/s Skaftafells sem kom til heimahafnar í fyrsta sinn.


Heimsfrægt Eyjafjallagos

Í frétt á visir.is í dag kemur fram að gosið í Eyjafjallajökli síðasta vor er einn af fimm stærstu atburðum ársins á heimsvísu. Þetta kemur fram í árlegri úttekt leitarvélarinnar Google, en auk gossins voru talin til jarðskjálftinn á Haítí, Vetrarólympíuleikarnir í Vancouver, olíuslysið í Mexíkóflóa og Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.

Ég hef fylgst með vinsældum Eyjafjallajökuls á árinu og mælt hvað mörg svör koma á Google leitarvélinni en hún er orðin ákveðin mælikvarði á vinsældir hluta.

24.04.2010   5.650.000
23.05.2010   6.970.000
30.06.2010 21.200.000
27.09.2010   1.130.000
11.12.2010   1.070.000

Eyjafjallajökull nær því rétt að merja IceSave um þessar mundir en það leiðindamál kemur 1.030.000 sinnum upp hjá Google.

Eldgosið í Eyjafjallajökli hófst 14. apríl og þann 17. apríl lá flug niðri í Evrópu og var 17.000 ferðum aflýst. Gosinu lauk 23. maí. En jarðarbúar hafa átt eftir að vinna úr lífreynslu af gosi frá E15 og einnig hefur herferðin Inspired by Iceland vakið athygli á breðanum í júní en þá þrefaldast leitarniðurstöður. Síða leita niðurstöður um Eyjafjalla skallann jafnvægis.


Leitarorðið Ísland sýnir 52.900.000 niðurstöður og Iceland rúmlega tvöfalt meira, 110.000.000 niðurstöður.

 

Af blaðberum Morgunblaðsins

Hinir árvökulu, áreiðanlegu og duglegu blaðberar Morgunblaðsins eru ein mælistærð. Það hefur ekkert verið rætt við þá.

Undirritaður þekkir vel til í blaðburðaheiminum og  þar ber þessum tölum saman. Einn aðili sem ég ræddi við tjáði mér að strax eftir ráðningu Davíðs sem ritstjóra hafi 10% sagt upp og neitað að fá blaðið. Eftir hálfan mánuð voru 20% áskrifenda hættir og nú eru 35% áskrifanda Morgunblaðsins hættir í þjónustu hans. Svipaða sögu hafa tveir aðrir blaðberar Morgunblaðsins að segja.

Þess ber að geta að Morgunblaðið greip til ráðstafana vegna áfallsins við ráðningu Davíðs. Þeir gripu til ágætrar viðbragðsáætlunar sem er í anda stjórnunar á samfelldum rekstri.  Áskrifendum sem sagt höfðu upp áskriftinni var sent hjartnæmt bréf undirritað af Davíð og Haraldi og þeim boðið boðið blaðið frítt út októbermánuð.  

Það skýrir tröppuganginn í uppsögnum áskrifenda hjá blaðberunum Moggans.


mbl.is Segir frétt DV fjarri raunveruleikanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 226332

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband