Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
2.8.2022 | 11:00
Stríð og Rauði krossinn
Það var áhrifaríkt að sjá hauskúpurnar 2.500 og bein í San Martino beinakapellunni. Þarna eru bein hermannanna sem létu lífið í blóðugu orrustunni við Solferno 24. júní 1859.
Brotin hauskúpa eftir byssukúlu vakti hughrif um unga menn sem áttu drauma en enduðu sem safngripur. Virðing fyrir lífum kom upp í hugann. Stríð í Evrópu. Hefur mannkyninu ekkert farið fram?
Stríðið leiddi til þess að Ítalía sameinaðist í eitt ríki 1861, Rauð krossinn var stofnaður 1863 og Genfarsáttmálinn 1864.
Maður hugsaði til hræðilegs stríðs í Úkraínu og tilgangsleysi mannfórna þar fyrir einhvern hégóma.
"Make Love, Not War" eftir John Lennon og Friðarsúlan hjá Yoko er fallegri boðskapur.
Sagan á bakvið stofnun Rauð krossinn er áhrifarík. Hinn vellauðugi Genfarkaupmaður Jean Henri Dunant ætlaði að ná fundi við Napóleon III, Frakkakeisara. Erindi hans var að fá heimild hjá keisaranum til þess að byggja kornmyllur í Alsír. En í þessu stríði tóku þjóðhöfðingjar sjálfir þátt í stríðnu. Frakkar með Napoleon III og Victor Emanuel III með Sardínu-Piedmont herinn gegn Austurríkis-Ungverjalands mönnum leiddir áfram af keisaranum Francis Joseph.
Rauði krossinn
Henri Dunant kom að blóðvellinum kvöldið eftir hina miklu orrustu við Solferini, þar sem 300 þúsund hermenn höfðu háð grimmilega orrustu og um 40 þúsund manns lágu í valnum. Svona var þá styrjöld! Henri Dunant varð skelfingu lostinn. Í fyrstu vissi hann varla hvert halda skyldi. Hvarvetna ómuðu angistaróp og stunur særðra og deyjandi manna. Dunant gleymir öllu um tilgang ferðarinnar.
Hann fer þegar að líkna særðum og þjáðum með aðstoð sjálfboðaliða og liðsinnir Austurríkismönnum, Frökkum og Ítölum á þrem dögum og gerir ekki upp á milli vina og óvina, - þegar haft er orð á því við hann er svarið: "Við erum allir bræður"
Þessi dagur varð honum örlagaríkur um alla framtíð. Þegar hann kom heim til Genfar tók hann að starfa af kappi fyrir glæsilega, fagra hugsjón: Stofnun alþjóðlegs félagsskapar til hjálpar særðum hermönnum. Henri gaf út bók "Endurminningar frá Solferino". Úr þessu spratt Rauði krossinn og Genfarsáttmálinn.
Genfarsáttmáinn hefur verið margbrotinn í stríði Rússa við Úkraínu og óhuggulegt að heyra fréttir. Nú síðast af árás á fangelsi þar sem stríðsfangar voru í haldi. En Rauði krossinn hefur unnið þarft verk í heimsmálum, ekki bara á stríðstímum.
Jean Henri Dunant varð fyrstur að fá friðarverðlaun Nóbels 1901 ásamt Frakkanum Frédéric Passy.
Safn sem geymir hergögn frá stríðinu er í San Martino og hægt að ganga upp í 64 metra turn og sjá yfir svæðið þar sem hildarleikurinn var háður. Frábært útsýni yfir vel ræktað land, mest vínekrur og í norðri sér til Gardavatns.
Afleiðing stríðs. Áhrifarík sýn.
Heimildir
Morgunblaðið - Solferino 1859 og stofnun Rauða krossins
Rauði krossinn - Henri Dunant (1828-1910)
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 00:02
Fyrirbænir prestsins
Meira er sagt frá Skaftfellingum í bókinni Vadd' úti. Klerkurinn í Bjarnanesi, Eiríkur Helgason kemur við sögu en hann þróaði Hornafjarðarmannan milli þess er hann messaði. Grípum niður í frásögnina af fyrstu rannsóknarferðinni á Vatnajökul 1951.
"Þá kom þar að Eiríkur Helgason, prestur í Bjarnanesi, skólabróðir Jóns Eyþórssonar. Hann flutti yfir okkur mikla tölu og bað fyrir ferðum okkar á jöklinum, að Guð almáttugur héldi verndarhendi yfir okkur og veður reyndust okkur hagstæð."
Á öðrum degi brast á stórviðri sem stóð lengi.
"Þetta voru hryllilegir sólarhringar og ekki gæfuleg byrjun á leiðangrinum. Þegar mestu kviðurnar gengu yfir varð Jóni oft á orði að prestinum, skólabróður sínum hefði nú verið betra að halda kjafti og að lítið hafi Guð almáttugur gert með orð prestsins."
Eftir 40 daga á víðáttum Vatnajökuls í rysjóttum veðrum hittust leiðangursmenn og klerkur:
"Farið var með allan leiðangursbúnaðinn til Hafnar í Hornafirði. Þegar þangað kom hittum við séra Eirík Helgason, sem hafði beðið fyrir ferð okkar á jökulinn og sérstaklega fyrir góðu veðri. Jón Eyþórsson sagði strax að fyrirbænir hans hafi komið að litlu liði.
Séra Eiríkur sagði okkur þá að fara varlega í að gera lítið úr þeirri blessun sem hann óskaði að fylgdi okkur. Ef hann hefði ekki beðið fyrir okkur hefðum við líklega drepist. Meðan við vorum á jöklinum hafði nefnilega gengið yfir landið eitt versta norðaustanbál sem menn höfðu kynnst á Íslandi."
Magnaður klerkur séra Eiríkur! - Niðurstöður leiðangursins sem Eiríkur blessaði, var: Meðalhæð Vatnajökuls er 1220 metrar, en meðalhæð undirlags jökulsins 800 metrar. Meðalþykkt jökulíss er því 420 metrar og flatarmál 8.390 ferkílómetrar. Ef allur ís Vatnajökuls bráðnaði myndi yfirborð sjávar um alla jörð hækka um 9 millimetra. Til samanburðar myndi sjávarborð hækka um 5,6 metra ef Grænlandsjökull færi sömu leið.
25.10.2008 | 14:14
Auður er valtastur vina
Í dag fer fram Allsherjarþing Ásatrúarfélagsins og Veturnáttablót félagsins haldið í kvöld. En fyrsti vetrardagur er í dag.
Útrásarvíkingarnir og stjórn peningamála hefði átt að tileinka sér forna visku úr Hávamálum. Fornmenn vissu eins og kemur fram í Hávamálum að auður er valtastur vina og aðeins eitt getur lifað ævinlega og það er góður orðstýr.
Fullar grindur
sá eg fyr Fitjungs sonum.
Nú bera þeir vonar völ.
Svo er auður
sem augabragð:
hann er valtastur vina.
15.2.2008 | 14:38
Gestaþáttur
Nú er að bresta á helgi enn eina ferðina. Helgunum fylgir sú gæfa að menn fá stutt frí og þá gefst tími til heimsókna. Að taka á móti gestum getur stundum orðið þrautin þyngri og því ætti fólk að kynna sér Hávamál.
Hávamál er kvæði úr eddukvæðum. Hávamál, þ.e. mælt af hinum háa, eru lögð í munn Óðins þar sem hann segir frá lífsspeki sinni og hvernig skuli bera sig. Það innifelur hvort tveggja raunhæft og háspekilegt efni.
Legg ég því til að fólk kynni sér lífsspeki þessa og fari eftir í hvívetna. Hér eru þrjú fyrstu erindin en alls eru erindi Gestaþáttar 77. Hér er sagt hvernig maður á að haga sér þegar maður er gestur og mikil áhersla er lögð á mannasiði og siðferðisleg samskipti milli gestgjafa og gests. Hægt er að nálgast Gestaþátt á vef MA, snöruð á nútímalegt mál af Sverri Pál.
- Gáttir allar
- áður gangi fram
- um skoðast skyli,
- um skyggnast skyli,
- því að óvíst er að vita
- hvar óvinir
- sitja á fleti fyrir.
Maður ætti að gá vel og vandlega í kringum sig þar sem maður gengur um dyr því það er aldrei að vita hvar óvinir sitja fyrir manni. Þetta þurfa leikmenn Arsenal að hafa í huga þegar þeir heimsækja Old Trafford á morgun.
Gefendur heilir!
Gestur er inn kominn!
hvar skal sitja sjá?
Mjög er bráður
sá er á bröndum skal
síns um freista frama.
Góðir gestgjafar, það er kominn gestur. Hvar á hann að sitja? Þeim manni líður ekki vel sem látinn er freista gæfunnar úti undir vegg.
Elds er þörf
þeim er inn er kominn
og á kné kalinn.
Matar og voða
er manni þörf,
þeim er hefir um fjall farið.
Sá sem kominn er kaldur af ferð sinni þarfnast elds (hita). Sá sem hefur gengið yfir fjall þarf mat og (þurr) klæði.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.12.2007 | 22:21
Sólstöðublótið
Sólstöðublót ásatrúarmanna var haldið á lóð félagsins rétt austan við Nauthól hófst helgistundin stundvíslega kl. 18.10, en nákvæmlega þá eru sólstöðurnar.
Ég komst ekki á blótið en læt mig ekki vanta í næstu athöfn.
Frá fornu fari hafa jólin verið hátíð heiðinna manna sem haldin er við vetrarsólhvörf. Hin heiðnu jól eru hátíð ljóssins þegar sólin fer hækkandi á lofti og dag tekur að lengja. Þetta eru tímamót nýs upphafs, nýs árs og friðar. Flest öll tákn jólanna svo sem jólatréð, jólasveinarnir, jólaljósin og jólagjafirnar eru upprunnin úr heiðnum sið og Íslenskri þjóðtrú. Auk þess mætti nefna að eitt nafna Óðins er Jólnir. Jólablót Ásatrúarfélagsins er ein aðalhátíð ásatrúarmanna. Það var haldið í kvöld í Mörkinni 6 með sligandi borðum af jólakræsingum.
5.12.2007 | 23:52
Ásatrú - Nýr lífstíll
Í vikunni sendi ég skeyti til Þjóðskrár og tilkynnti breytingu á trúarhögum mínum. Ég skráði mig í Ásatrúfélagið. Þetta var engin skyndiákvörðun. Mér hefur fundist þessi félagsskapur spennandi en aldrei komið því fyrr í verk að skrásetja mig. Úrsögn mín úr Þjóðkirkjunni eru ekki vegna neinnar óánægju enda stendur Kristin trú fyrir góð gildi. Ég lít á ásatrú sem sið eða lífsstíl heldur en bein trúarbrögð.
Ásatrú er forn heiðinn siður sem byggir á umburðarlindi, heiðarleika, drengskap og virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi. Eitt megininntak siðarins er að hver maður sé ábyrgur fyrir sjálfum sé og sínum gerðum.
Ásatrúarfélagið var formlega stofnað sumardaginn fyrsta árið 1972 og fékk viðurkenningu sem löggilt trúfélag ári síðar. Tæplega tvöþúsund manns eru í félaginu.
Tilgangur félagsins er að starfa að eflingu ásatrúar og annast þá trúarlegu þjónustu sem því er samfara. Þessu markmiði hyggst félagið ná með fræðslu- og félagsstarfi en ekki trúboði.
Nú fara jólin í að lesa um Þór og Óðinn, þetta verða spennandi jól.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 00:38
U2 - Áfram gakk..!
Var að hlusta á feikna fróðlegan þátt á Rás 2, Áfram gakk.! sem klerkurinn Guðni Rúnar Agnarsson stjórnar.
Guðni kemur með nýja vídd í tónlist U2. Ég hafði ekki áttað mig á hversu mikið rokkhljómsveitin hafði bergmálað orð Jesú Krists í þau 23 ár sem ég hef hlustað á hana. Hljómsveitin hefur notað Davíðssálmana mikið í tónlistinni og er lagið 40 á plötunni War í raun fertugasti Davíðssálmur í rokkbúning. Lagið "I will follow" játning þeirra til guðs.
Lagið Yahweh er bæn en gyðingar nota þetta heilaga orð yfir Guð, það er aldrei mælt, bara skrifað. U2 er því með höfuðið á himnum.
Hvet fólk til að leggja við hlustir það eru þrír þættir eftir. Hægt að hlusta á fyrsta þáttin á vef RÚV,
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4347012
Þegar ég var úngur drengur í eðlisfræðideild í Menntaskólanum á Laugarvatni lærði ég fræðin á bak við byggingu kjarnorkusprengju. Þetta var í síðasta eðlisfræðitímunum fyrir 22 árum. Ekki var farið í fræðin um hvernig aftengja ætti atómbombuna. Því var farið á Vertigo-messuna sem fylgdu eftir skífunni "How To Dismantle An Atomic Bomb". Myndin hér fyrir neðan var tekin af því tilefni 18. júní 2005. Frábær messa hjá þeim.
Trúmál og siðferði | Breytt 10.8.2007 kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar