7.11.2009 | 12:58
Af blaðberum Morgunblaðsins
Hinir árvökulu, áreiðanlegu og duglegu blaðberar Morgunblaðsins eru ein mælistærð. Það hefur ekkert verið rætt við þá.
Undirritaður þekkir vel til í blaðburðaheiminum og þar ber þessum tölum saman. Einn aðili sem ég ræddi við tjáði mér að strax eftir ráðningu Davíðs sem ritstjóra hafi 10% sagt upp og neitað að fá blaðið. Eftir hálfan mánuð voru 20% áskrifenda hættir og nú eru 35% áskrifanda Morgunblaðsins hættir í þjónustu hans. Svipaða sögu hafa tveir aðrir blaðberar Morgunblaðsins að segja.
Þess ber að geta að Morgunblaðið greip til ráðstafana vegna áfallsins við ráðningu Davíðs. Þeir gripu til ágætrar viðbragðsáætlunar sem er í anda stjórnunar á samfelldum rekstri. Áskrifendum sem sagt höfðu upp áskriftinni var sent hjartnæmt bréf undirritað af Davíð og Haraldi og þeim boðið boðið blaðið frítt út októbermánuð.
Það skýrir tröppuganginn í uppsögnum áskrifenda hjá blaðberunum Moggans.
![]() |
Segir frétt DV fjarri raunveruleikanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2009 | 10:37
Skaftfellingameistarinn í HornafjarðarMANNA
Spilað var á fimm borðum, 15 skemmtilegir spilarar og voru spilaðar fjórar umferðir í undanúrslitum. Sólveig Snorradóttir fékk flest prik í undankeppninni, 20 alls. Eftir glæsilegt kaffihlé hófst úrslitakeppnin en níu efstur spilarar unnu sér keppnisrétt.
Úrslitakeppnin gekk vel fyrir sig og kepptu Jón Bjarnason, Skaftfellingameistari, Sædís Vigfúsdóttir fv. meistari og Gyða Kristinsdóttir úrslitaglímuna. Það var hörku rimma sem endaði með sigri Jóns og uppskar 2 kíló af humri úr Hornafjarðardýpi. Sædís hafnaði í öðru sæti og Gyða landaði bronsinu.
Veitt voru góð verðlaun fyrir verðlaunasætin þrjú.
Eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld í Skaftfellingabúð og vonandi verður spilaður HornafjarðarMANNI að ári. Útbreiðslan gengur vel og spilinu vex fiskur um hrygg. Þetta er einfalt spil með flott og einfalt keppniskerfi fyrir stóran hóp keppenda. Einnig er spilið fjölskylduvænt og tengir kynslóðir auðveldlega saman.
2.11.2009 | 22:03
Nettómót í 7. flokk

Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2009 | 16:14
Sofandi Spurs
Á 43. mínútu, markamínútunni, sofnuðu þeir hins vegar á verðinum. Eflaust orðnir þreyttir á sífelldum hlaupum. Innkast, fyrirgjöf frá Sagna og maður leiksins, Robin van Persie með númerið 11, á réttum stað og fór illa með Kónginn í vörn Spurs. Eitt núll, ísinn brotinn.
Markamínútan er aðeins 60 sekúndur, rétt eins og aðrar mínútur en Fabregas náði eflaust að setja met. Sofandi leikmenn Spurs gáfu eftir boltann og frábært einstaklingsframtak fyrirliðans kom Arsenal í 2-0. Ellefu sekúndur á milli marka!
Þriðja markið var einnig merkilegt. Það er ekki oft sem menn sjá bakvörð stoppa í sókninni en Sagna hélt að leikurinn væri stopp eftir gróft leikbrot á Eduardo. Þetta óvænta stopp svæfði varnarmenn Spurs í þriðja skipti í leiknum.
Fyrir leikinn voru leikmenn Spurs með miklar yfirlýsingar, þeir eru eflaust sterkir leikmenn en liðsheildin er ekki í sama klassa og hjá nágrönnunum í Arsenal. Þeir eiga margt ólært í enska boltanum.
![]() |
Arsenal vann öruggan sigur á Tottenham |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 20:39
Hvalfell (848 m)
"stunning, scenic, volcanic"
Er ekki eftirsóknarvert að búa í svona landi?
Þetta eru nokkur lýsingaroð sem erlendir ferðafélagarnir mínir notuðu um gönguferð á móbergsstapann Hvalfell um síðustu helgi. Það eru mikil lífsgæði að geta skroppið út í náttúruna og skorað frægt fell á hólm með litlum tilkostnaði.
Ég slóst í ferð með Gunnlaugi B. Ólafssyni ferðafrömuði og bloggvini með meiru á Hvalfell en hann hefur sett sér það markmið að gera úttekt á fellum og fjöllum í 100 km radíus frá höfuðborginni.
Það var fjölmennur alþjóðlegur hópur sem slóst í förina. Íslendingarnir voru 9, ættaðar víða af landinu en erlendir ferðafélagar voru 18. Flestir frá Spáni en Þjóðverjar, Austurríkismenn, Ítalir, Finnar og Hollendingar áttu sína fulltrúa. Megnið af þeim er að læra hér á landi, bæði jarðfræði og erfiða tungumálið okkar.
Lagt var af stað frá Stóra Botni og þegar hópurinn komst að því að símastaurinn yfir Botnsá var kominn í bönd, þá var haldið niður að brúnni yfir Botnsá og fylgt fyrstu metrunum að leiðinni yfir Leggjabrjót. Síðan var beygt af slóðanum og fundin hentug leið til að stikla yfir vatnslitla Hvalskarðsá. Þegar yfir ánna var komið, var ákveðið að halda öfuga leið að Hvalfelli, enda ferðina á að heimsækja Íslandsmeistarann í hæð fossa, Glym. Við héldum því beint á fellið, upp Ásmundartungu. Þegar við vorum komin í 460 metra hæð (N:64.22.750 - W:21.13.790) og farin að nálgast snælínu var blásið til síðbúins hádegisverðar á móbergsklettum.
Snælínan var í 500 metra hæð og það gaf fjöllunum sérstakan virðuleika. Við höfðum densilegar Botnssúlur á hægri fót alla leiðina upp. Erlendu námsmennirnir stóðu sig vel í uppgöngunni þó sumir væri í óhefðbundnum útivistarfötum. Þegar á toppinn var komið eftir rúmlega þriggja tíma göngu, þá fönguðu stúdentarnir ærlega og fækkuðu fötum fyrir ofan belti, rétt eins og knattspyrnumenn gera þegar þeir skora mikilvæg mörk.
Fallegt útsýni er af Hvalfelli. Yfir Hvalfirði er Akrafjall, Skarðsheiðin, Ljósufjöll á Snæfellsnesi og Okið. Þá Þórisjökull og tignarlegur Skjaldbreiður. Að lokum nágranninn fallega hvítar Botnsúlur, Hengill og mikið voru Móskarðshnjúkar flottir hjá Esjunni. Kvígindisfell lúrði í nágrenni þriðja dýpsta stöðuvatns landsins, Hvalvatns og Skinnhúfuhöfði gengur fram í það.
Bráðdælingar á toppi Hvalfells. Kvígindisfell og Skjaldbeiður í baksýn. Skinnhúfuhöfði gengur út í Hvalvatn.
Við fórum niður vesturöxl Hvalfells og heimsóttum Glym. Þótti ferðafólki mikið til hans koma en gljúfrið leyndi mikið á sér. Upplifunin er öðruvísi þegar fossinn hái er skoðaður fyrst frá þessu sjónarhorni. Miðdegissólin braust fram og lýsti um fossinn á niðurleiðinni. Glæsilegt tímasetning.
Íslendingarnir horfðu með stolti á Glym en sögðu lítið enda fossum vanir. Erlendu ferðagarparnir sýndu meiri tilfinningar og létu mörg flott lýsingarorð falla enda sumir að sjá foss í fyrsta skipti.
Hópurinn kannaði möguleika á að setja símastaur sem var á austurbakka Botnsár. Hann var kyrfilega keðjaður. Því tók foringinn á það ráð að ganga fyrstur yfir til að kanna aðstæður, fyrstu fjórir metrarnir voru erfiðir, restin kökubiti. Stálvír liggur yfir Botnsá á þessum stað fólki til stuðnings. Gunnlaugur ferjaði hverja senjórítuna fá fætur annarri yfir ánna, vanur jökulám úr Lóni. Allir komust misvotir yfir en athyglisverðustu aðferðina átti Týrolbúi, eflaust frændi Arnolds Schwartzeneneggers en hann fetaði sig yfir vatnsfallið með því að halda sér uppi á höndum og fótum.
Er komið var yfir ánna, þá var farið upp jarðgöng sem opnuðust í tvær áttir og komið út hellisskút ofarlega í berginu. Þegar hópurinn gekk inn jarðgögnin sem vatn hefur sorfið í aldanna rás var kveikt á kerti. Rómantískari gat ferðin ekki orðið. Fólk sem var á undan okkur fyrr um daginn hafði eflaust verið að strengja sín heit.
Þegar upp úr jarðgöngum var komið fékk söngelski Stafafellsbúinn góða hugmynd. Þar sem hópurinn var svo alþjóðlegur, var blásið til Euróvision söngvakeppni. Hvert þjóðarbrot flutti þjóðlag. Það var skemmtileg stund en göngumenn voru misgóðir til söngsins. Íslendingarnir fluttu kraftmikið lag, Ríðum, ríðum yfir sandinn. Týrólarnir jóðluðu, sá finnski tók Lordi og Ítalinn aríu með Pavarottí. Senjóríturnar fluttu nautabanalag og Þjóðverjarnir fjallgöngumars.
Þegar heim var komið endaði fjallaveislan með fjallamyndinni "Þögnin kallar" en hún fjallaði um Toni Kurz og félega glíma við Eiger 1936.
Dagsetning: 25. október 2009
Hæð: 848 metrar
Hæð í göngubyrjun: Við bílastæði hjá Stóra Botni (60 m).
Uppgöngutími: 3 klst. og 10 mín (11:30 - 14:40)
Heildargöngutími: 6 klst. (11:30 - 17:30)
Erfiðleikastig: 2 skór
GPS-hnit tindur: 64.23.104 - 21.12.575
Vegalengd: 14,7 km
Veður: 6 gráður, hægviðri og bjart
Þátttakendur: Ferðaþjónustan Stafafelli, 27 manns
Gönguleiðalýsing: Löng og viðburðarík leið með methafa í nágrenni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2009 | 18:26
Hraðsveitakeppni Súgfirðingafélagsins
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 22:40
Windows 7
Þann 22. október næstkomandi verður Windows 7 kynnt formlega fyrir heiminum. Á sjöan að taka við af Windows Vista sem hefur verið halið út í tæp þrjú ár.
Hægt hefur verið að sækja eintak af nýja stýrikerfinu og líkar þeim sem prófað hafa vel við gripinn. Nýja stýrikerfið er snarpara og stöðugra.
Þeir sem keyra á Window XP ættu að horfa til sjöunnar og uppfæra stýrikerfið við fyrsta tækifæri.
Uppfærsla á að vera einföld úr Vista yfir í Windows 7.
Þrír uppfærslumöguleikar eru fyrir XP notendur.
Einfaldasta leiðin ef nægt er diskpláss að skipta disknum upp og hafa XP og Windows 7 saman.
Leið tvö er að skipta út XP og setja hreina útgáfu af Windows 7 með því að nota "Easy Transfer" möguleikann. Setja þarf inn forrit að nýju annað erfist.
Þriðji möguleikinn er að uppfæra XP yfir í Vista SP1 og svo uppfæra úr Vista yfir í Windows 7. Þá þarf ekkert að setja upp aftur.
12.10.2009 | 20:59
Arctica Finance og Boreas Capital
Hvað eru 0,85% af tvöþúsund milljörðum?
Þegar ég sá fréttatilkynningu frá Boreas Capital í dag, rifjaðist upp fyrir mér að ráðgjafafyrirtækið Arctica Finance fékk um 100 milljónir króna fyrir að finna kaupanda að hlut OR í HS orku í síðasta mánuði. Arctica Finance er sjö manna fyrirtæki fyrrverandi starfsmanna gamla Landsbankans.
Í frétt á eyjan.is er frétt um gjörninginn: "Þóknunin sem Artica fær nemur 0,85% af verðmæti samningsins. Haft var eftir fjármálastjóra Orkuveitunnar að það væri um 102 milljónir króna. Hann fullyrti að þóknunin væri lægri en almenn gerðist á markaðnum.
Stöð 2 sagði að þetta gerði um 14,5 milljón króna á hvern starfsmann hjá Arctica. "
Boreas Capital er skráð til húsa að Hellusundi 6 í Reykjavík. Þar er einnig til húsa fjárfestingarfélagið Teton, en stjórnarformaður þess er Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sigmundar Davíðs.
Er þetta eitt stórt samsæri?
En svarið við spurningunni hér að ofan er 17 milljarðar - Ekki slæm þóknum fyrir að finna lánadrottinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2009 | 17:43
Var tölvupósturinn dulkóðaður?
Það er fróðlegt að skoða tölvupóstsamskiptin á milli forsætisráðherra Íslands og Noregs með upplýsingaöryggi í huga.
Þegar tölvupóstur er sendur á milli tölva, þá getur hann komið við á nokkrum tölvum á leiðinni og til geta orðið nokkur afrit. Því getur þriðji aðili komist yfir efni tölvupóstsins. Einfalt dæmi er að þegar tölvupóstur er sendur þá er það eins og að senda póstkort milli manna.
Til eru aðferðir til að koma í veg fyrir þetta vandamál. Það er dulkóðun eða dulritun.
Við dulkóðun tölvupósts, er meiri trygging fyrir því að sendandinn sé í raun sá sem hann segist vera, og að ekki sé búið að breyta honum á leið til viðtakanda.
Samkvæmt fréttum, þá hefur efni tölvupósts Jóhönnu og Stoltenbergs ekki komist í hendur þriðja aðila. Kannski hafa forsætisráðherrarnir gætt fyllsta öryggis. Efni tölvupóstanna er nú orðið opinbert og það án hneykslis.
Öll fyrirtæki og stofnanir ættu að setja upp verklagsreglur um tölvupóst og fylgja ISO/IEC 27001 öryggisstaðlinum. Við lifum á merkilegum tímum þar sem vægi upplýsinga skiptir sífellt meira máli.
![]() |
Hærra lán ekki í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 12:03
Sláandi myndir og staðreyndir um hop íslenskra jökla
|
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 2
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 87
- Frá upphafi: 236870
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar